Búsáhaldabylting no. 2 ?

Úrlausnarverkefnin hrannast upp fyrir komandi ríkisstjórn. Mörgum þeirra hefur verið frestað, en þau bíða úrlausnar. Framsóknarflokkurinn  kom með 20% niðurskurðarleiðina. Sú tillaga hefur fengið stuðning frá m.a. Lilju Mósesdóttur og Tryggva Herberssonar, en tillögunni hefur verið hafnað af ríkisstjórninni. Einhver greinargerð kom um þessa tillögu frá Seðlabanka en í hugum margra hefur lítil rökræn umræða farið um þessa leið, eins og hún lá fyrir, breytta eða aðrar leiðir sem fara þarf.

Það er mjög mikilvægt að komandi ríkisstjórn leggi fram einhverja áætlun. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þar sem hún virti ekki þau viðvörunarljós sem kviknuðu. Upplýsingar til almennings voru af of skornum skammti og jarðvegurinn skapaðist fyrir búsáhaldabyltinguna. Atvinnupólitíkusarnir okkar voru of svifaseinir og virtust ekki vera í jarðsambandi. Vonandi tekur ný ríkisstjórn við sér, annars gæti önnur búsáhaldabylting verið á leiðinni strax í sumar eða næsta haust.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband