Útibú í Hollandi

Fór á afar áhugaverða ráðstefnu á laugardaginn. Breskur fyrirlesari Peter Briscoe búsettur í Hollandi sagði okkur lauslega frá stöðu mála í Hollandi. Nokkrir bankar hafa farið á hausinn og framganga bankanna mótast af græðgi og  óábyrgni. Verðlag á fasteignum hefur lækkað, atvinnuleysi aukist og  fyrirsjáanlegt er að fjöldi fólks mun missa allt sitt. Allt þetta er þekkjum við úr okkar hagkerfi. Hér fyrir kosningar mátti skilja að þetta væri sértilbúið íslenskt vandamál, en svo er ekki. Þeir markaðsbrestir sem hér voru til staðar,eru líka til staðar hjá nágrannaþjóðum okkar. Við greiningu á efnahagshruninu hér, verður hægt að leita einnig til greiningu annarra þjóða á þeirra hruni. Vandamálin í Hollandi stafar ekki af íslensku útibúi í Hollandi.

Aðgerðir til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun.

Verðhjöðnun er miklu erfiðari ástand, en verðbólga. Í síðasta mánuði hefði komið fram enn meiri verðhjöðnun, en mikil lækkun íslensku krónunnar leiddi til þess að hér mældist óveruleg verðbólga milli mánaða. Á föstu gengi væri hér vaxandi verðhjöðnun. Við þessar aðstæður kemur frétt á Mbl.is sem segir þjóðinni að það sé 11,9% verðbólga. (Ekki lýgur Mogginn) Það er ekki furða að almenningur  í þessu landi klóri sér í hausnum og skilji ekki upp né niður í hvernig þetta geti staðist. Jú, þetta er verðbólga í ,, sögulegu ljósi", en það er sagt að þannig sé hún reiknuð í fjallahéruðum Noregs. Verðþrónum er skoðuð 12 mánuði aftur í tímann. (munið hrunið er inn í því tímabili). Með þessum rökum gæti ökumaður sem tekinn væri á 120 km hraða í Austur Húnavatnssýslu, mótmælt með þeim rökum því að sýna að meðalhraði hans frá Reykjavíkur og norður væri 84 km.  

Í dag eru háir styrivextir Seðlabankans,  það eina sem kemur í veg fyrir mikla verðhöðnun.


Bloggfærslur 3. maí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband