Spíralstjórnun

Fyrir mörgum árum sat ég í tímum hjá Gylfa Þ. Gíslasyni sem var viðskiptaráðherra frá 1958 til 1971, auk þess að vera menntamálaráðherra meginþorra af þeim tíma. Gylfi fjallaði um verðbólguþróun og sýndi okkur fram á spíral sem ekki væri hægt að stöðva. Verðbólguhraðinn á Íslandi var kominn vel yfir 100%. Ég spurði Gylfa hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda til þess að stöðva þennan spíral. Gylfi taldi það ómögulegt. Við tókumst á um þetta í nokkrar mínútur. Gylfa þótti afar vont, ef nemendur hans væru ósáttir og því áttum við langt spjall eftir fyrirlesturinn og urðum í lokin sáttir um að vera ósammála. Tveimur árum síðar var ég í flugvél á leið til Kaupmannahafnar, þá kemur Gylfi eftir ganginum í vélinni til mín og segir: ,,Þú hafðir þá rétt fyrir þér eftir allt saman". Þá hafði verið gerð þjóðarsátt og við áttum langt spjall um ,,það ómögulega" í efnahagstjórn. Ég kom hvergi nálægt þessari þjóðarsátt, en hugmyndir um lausnir kvikna þegar þeirra er þörf, oft hjá mörgum aðilum.

Þær aðstæður sem við vorum í þá voru leystar með því að við lyftum okkur yfir flokkapólitíkina, með mönnum eins og Guðmundi Jaka og Einari Oddi, auk fullt af öðrum úrvalsmönnum sem höfðu þann stórhug að láta hagsmuni almennings ráða fremur en flokkspólitískar skylmingar.

Við erum í einskonar pattstöðu nú. Ríkjandi vinstri ríkisstjórn sem þurfti að olnboga sig til valda. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði sér í vinstri stjórn, sýndi frumkvæði með því að styðja minnihlutastjórn en fékk aðeins ónot fyrir. Sérstaklega er stirt á milli Framsóknar og Samfylkingar og traustið ekkert. Vinstri Grænir tóku þann pólinn að kenna Sjálfstæðisflokknum um efnahagshrunið, líka heimskreppuna,og Samfylkingin lagði áherslu á þann hluta styrkjamálsins sem snéri að Sjálfstæðisflokknum, á sama tíma og vera sjálf í slæmum málum, en tókst að fela það fram yfir kosningar. Traust á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar er því mjög lítið og erfit að sjá að milli þessara aðila náist samstarf. Lausn á milli samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar virðist heldur ekki í sjónmáli. 

Spírall verðbólgunnar sem var að kollkeyra efahagslífinu á árum áður, er ekki að þjá okkur nú. Heldur spírall verðhjöðnunar, atvinnuleysis og gjaldþrota. Ástandið er slæmt þegar stjórnvöld viðurkenna ekki einu sinni verðhjöðnunina. Guðmundur Jaki og Einar Oddur notuðu nýja hugsun við áður óþekktar aðstæður og komu með lausn sem skilaði okkur miklum árangri. Auðvitað voru þeir ekki einir og eflaust hafa þeir haft góð teymi. Ef ég man rétt var Ásmundur Stefánsson kominn til starfa og hefur örugglega þá skilað sínu. Þeim spíral sem við nú erum í verður ekki stjórnað nema með gjörbreyttum aðferðum. Annað hvort verður það gert með vinnu nú, eða eftir nýja búsáhaldabyltingu í haust.


mbl.is Takmarka ábyrgð vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband