4.5.2009 | 23:09
Ólafur guðfaðir nýju stjórnarinnar?
Mjög áhugaverð frétt var á Vísi.is í kvöld. Spurningin hvort rétt er með farið. Ef svo er þá spurinignin hvort Ólafur Ragnar Grímsson sé guðfaðir þessarar ríkisstjórnar?
Fréttin er svona:
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, beitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrýstingi að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Lektor við Háskólann í Reykjavík segir enga kvöð hafa verið á formanni Framsóknarflokksins að sitja og standa eins og forsetinn vildi.
Framsóknarflokkurinn ákvað á þingflokksfundi í lok janúar að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þegar farið var að ræða stjórnarmyndunina hafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, byrjað að þrýsta mjög á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann, að flokkurinn myndi styðja við stjórnina. Á þeim tíma hafði Framsóknarflokkurinn ekki séð aðgerðaráætlun 80 daga stjórnarinnar né séð hvernig hún myndi uppfylla skilyrðin fyrir minnihlutavernd. Ólafur Ragnar mun hafa lagt ríka áherslu á að málin yrðu kláruð sem fyrst.
Sigmundur Davíð segir að það hafi verið mikill þrýstingur að stjórnin yrði mynduð og það hratt. Hann vill hinsvegar ekki staðfesta hvort Ólafur hafi beitt hann þrýstingi.
Guðni Th. Jóhannesson lektor við Háskólann í Reykjavík telur að öllu jöfnu eigi forseti að halda sig til hlés í svona málum en vegna óvenjulegra aðstæðna megi teljast skiljanlegt að forsetinn hafi beitt sér í málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2009 | 13:49
Af góðu fólki
Þeir sem hafa kynnst Geir Haarde bera honum vel söguna. Ingibjörg naut ekki síður virðingar. Ríkisstjórnin virtist standa vel fyrstu vikurnar eftir bankahrunið. Síðan kom að því ferli sem ráðamenn hefðu átt að koma og ræða við þjóðina og virkja hana til þess að takast á við þann vanda sem við var að etja. Þá heyrðist minna og minna í ráðherrunum og óánægja almennings jókst. Glundroði. Jarðvegurinn fyrir búsáhaldabyltinguna varð til. Hluti óánægjunnar var e.t.v. að fólk fannst að bæði Geir Haarde og Ingibjörg S. Gísladóttir hafi ekki skynjað hvaða upplifun fólks var af þessu hruni. Bæði gerðu þau minna úr þeim erfiðleikum sem almenningur stóð frammi fyrir. Lækkun launa, atvinnumissi, hækkun skulda, lækkun húsnæðisverðs, hækkun afborgana á lánum. Bæði töluðu þau um 20-30% minnkun kaupmáttar. Er þetta hugsanlega hluti af því sem Páll Skúlason talaði um að atvinnupólíkusar eiga til að fjarlægjast grasrótina.
Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon njóta mikillar virðingar hjá þjóðinni. Þau eru ekki frekar en Ingibjörg og Geir að virkja þjóðina með sér, ekki enn sem komið er. Grunnstýrivextir eru í hæðum sem enginn skilur, öllum til mikils skaða og mikil óvissa ríkir mörg mál. Á sama tíma vex spennan í þjóðfélaginu. Svör við aðgerðum fyrir þá sem eru með erfiða skuldastöðu, eru mjög loðin. Á sama tíma vex óttinn við næsta bankahrun. Viðbrögðin við ábendingum og tillögum benda til þess að fjarlægðin frá grasrótinni sé svipuð hjá Jóhönnu og Steingrími og hjá þeim Geir og Ingibjörgu.
Davíð Oddsson sagði einhverju sinni að það mesta hættan fyrir þá sem leituðust við að hlusta of vel á grasrótina, væri að fá orm upp í eyrað.
Ef ekki verður hlustað á þá 319.442 Íslendinga sem bíða eftir lausnum. Þær unnar í samráði og samvinnu, með virkri hlustun, verður aðalvandamálið ekki ormur í eyra, heldur ný búsáhaldabylting.
![]() |
Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 4. maí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10