Lækkar matvælaverð á Íslandi ef við göngum í ESB?

Morgunblaðið fjallað nýlega mjög ítarlega um  Evrópusambandið og Ísland. Þessi umfjöllun kom í nokkrum blöðum og var mjög ítarleg og vönduð. Nýlega tók Ríkissjónvarpið að taka fyrir í fréttatímum Ríkissjónvarpsins hvaða áhrif innganga í ESB hefði á hag okkar. Góð hugmynd en framkvæmdin virðist vera verulega ábótavant.

Í kvöld 21 júní er fjallað um matarverð og íbúðalán. Þar var talað við Evu Heiðu Önnudóttur sem titluð var sérfræðingur við Háskólann á Bifröst. Hún sagði: ,,Það var talað að allmennt mundi vöruverð lækka um 10-15% og matvara lækka sem því nemur og jafnvel meira. Ég vil samt taka fram þegar verið er að tala um verðlækkun á matvöru og á húsnæðislánum, þá er ekki víst að það komi fram í því að vöruverð lækki eingöngu heldur að það dragi saman á vöruveði á Íslandi og Meginlandi Evrópu. Þannig að það dregur úr verðhækkunum, það er reynslan hjá Finnum og Svíum."

 

Ef tollar á kjöti, ostum og fleiri landbúnaðrafurðum  eru nú 30% má reikna með að slík verðlækkun kæmi mjög hratt fram í verði innanlands. Jafnframt hlýtur það að hafa áhrif á störf í landbúnaði og þeim sem vinna við vinnslu þessara afurða. Í sumum tilfellum þyrfti að hækka tolla t.d. á hráefni í iðnaði eins og súráli. Eva vildi þó gera lítið úr því að tollar gætu hækkað nema á einstaka vörum eins og sykri gætu ,, mögulega hækkað" Í fréttinni er þó bætt við að Bændasamtökin hefðu bent á að tollar á kornvörum og ýmsum ávöxtum gætu hækkað. Í fréttinni er bent á að ekki þyrfti að gana í ESB til þess að lækka þessar vörutegundir, heldur gætu stjórnvöld ákveðið að lækka tolla á þessum afurðum, þannig hefðu tollar verið lagðir niður af fjölmörgum afurðum milli Íslands og ESB landanna. Bændasamtökin hefðu bent á að þannig hefðu tollar verið feldir niður af langflestum matvörum og myndu því ekki lækka við aðild að ESB.

 

Síðar í viðtalinu segir hún að reynsla þeirra sem hafa ákveðið að taka upp Evru, þá lækki vextir af húsnæðislánum, þó Evran hafi ekki verið tekin upp... og verðtryggingin yrði úr sögunni!!!! Síðan er borin saman útreikningur íbúðalána á Íslandi og í Frakklandi.

 Þessi umfjöllun Ríkissjónvarpsins er afar grunn, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Til þess að fjalla um þróun matarverðs þarf að skoða málið miklu nánar. Í ljósi þeirrar kreppu sem við höfum nú gengið í gegnum, er mjög líklegt að verð á innlendri matvöru hafi hækkað minna en erlendrar. Auk þess sem skoða þyrfti mjög vel öryggi varðandi matvælaframleiðslu. Þá þarf að skoða matvælaframleiðslu í ljósi minnkandi jarðnæðis um allan heim.

Umfjöllun Evu um vexti orka mjög tvímælis og hvað varðar vertrygginguna er hún beinlínis röng. Mjög ólíklegt má telja að lán fáist til Íslands til íbúðalána á allra næstu árum, og því verði slík lán fjármögnuð innanlands t.d. af lífeyrissjóðunum. Lánakjör á þeim munu væntanlega miðast við framboð og eftirspurn eftir lánum. Vertrygging mun væntanlega haldast nema að stjórnvöld grípi inní þau mál eða samningar verði gerðir um fyrirkomulag slíkra lána. Það hefur ekkert með inngöngu i ESB að gera.

Það er mjög æskilegt að Ríkissjónvarpið fjalli um kosti og galla aðildar að ESB. Það er líka æskilegt að það verði gert á einfaldan og auðskilinn hátt. Þessi umfjöllun stenst illa skoðun og hjálpar fólki ekki að taka ákvarðanir á rökrænan hátt.


Bloggfærslur 21. júní 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband