Þjóðaratkvæðagreiðsla

Eitt af því sem núverandi ríkisstjórn ætlaði að gera var að auðvelda aðgang þjóðarinnar að ákvarðanatöku. Var ekki verið að tala um 15% viðmið í því sambandi? Nú er stórmál í gangi og ef ekki þjóðaratkvæðagreiðsla nú, hvenær þá? Í stað þess að neyða þá stjórnarþingmenn að greiða atkvæði gegn samvisku sinni, er gráupplagt að leyfa þjóðinni að segja sína skoðun. Nú reynir á lýðræðisást Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Flosi kjaftstopp?

Það er nú ólíkt Flosa að tjá sig ekki um mál sem varðar bæjarstjórnarmál í Kópavogi. Kom ekki fram í póstinum að hann hafi komið að því að skrifa bréf til FME um málið? Skrifaði Flosi ekki undir yfirlýsingu til fjölmiðla? Er ábyrgð Flosa ekki meiri því hann er eini fagmenntaði maðurinn á sviðinu í stjórninni? Hér á öldum áður var þræli fórnað fyrir syndir aðalsins. Hér á að fórna framkvmædastjóra lífeyrissjóðsins, og það er í lagi af því að hún er bara kona.

Aðeins einn fjögurra bæjarfulltrúa í Kópavogi í stjórn Lífeyrissjóðsins hefur dregið sig úr bæjarstjórn á meðan málið er kannað. Hinir Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Jón Júlíusson ætla að reyna að blekkja sig út úr málinu. Þeir telja að þeir hafi til þess leyfi af því að  þeir séu pólitíkusar.

Það er mín skoðun að vissulega hafi stjórn lífeyrissjóðsins farið út fyrir heimildir. Málið ætti að skoða í þvi ljósi að aðstæður til fjármögnunar voru mjög óvenjulegar, og hvorki sjóðurinn eða sjóðsfélagar sköðuðust. Áminning hefði verið eðlileg. Það að hlaupast frá dæminu og kenna öðrum um er hins vegar næg ástæða til þess að Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Jón Júlíusson eiga að óska eftir að fá að hætta í bæjarstjórn, varanlega.


mbl.is Vilja ekki tjá sig um póstinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband