Alvarlegar blekkingar?

Efitr Arnóri Sighvatssyni aðstoðar Seðlabankastjóra er haft  á visi.is í dag.

 

 „Þá sagði hann að þótt samdráttur eftirspurnar og aukið atvinnuleysi hefði dregið úr verðbólguþrýstingi, gæti enn töluverðra gengisáhrifa í hækkun vísitölu neysluverðs.

„Þau skýra 1,1% hækkun hennar í maí að mestu leyti. Tímabundin hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar stuðlaði einnig að hækkun hennar. Tólf mánaða veðbólga minnkaði úr 11,9% í apríl í 11,6% í maí. Haldist gengi krónunnar og nafnlaun stöðug, er þess að vænta að verðbólgan hjaðni svipað og spáð var maí og verði nálægt 2,5% markmiðinu í byrjun næsta árs.“

 

Ef neysluvísitalan er skoðuð s.l. 3 mánuði kemur í ljós að verðbólguhraðinn er um 4%, og þá verður að geta þess að á þeim tíma hefur gengið veikst um 10%. Undirliggjandi verðbólga er því engin, heldur verðhjöðnun.

 

 

Það er mjög alvarlegt mál að Arnór Sighvatsson láti hafa sig í að tala um tólf mánaða verðbólgu, þ.e. breytingar á neysluvísitölu síðustu 12 mánuði, og gefa þannig í skyn að verðbólgan sé 11,6%. Fagmenn Seðlabanka verða að geta lyft sér upp fyrir flokkapólitíkina. Það mál vel vera að það sé sárt að sjá 12% stýrivexti á sama tíma og hér er verðhjöðnun. Það er hins vegar verkefnið að takast á við.  

 
mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inngrip inn í verðtrygginguna

Þrátt fyrir að boðaður hafi verið umtalsverð lækkun á stýrivöxtum, er almennt talið að lækkunin verði 1-2%. Ástæðan er inngrip frá AGS, vegna þess að þeir telji að stjórnvöld hafi ekki gert þær ráðstafanir til þess að draga úr ríkisrekstri sem gera þurfti. Stjórnvöld þurfa að taka þessa umræðu fyrir opnum tjöldum og jafnvel í beinni útsendingu, með fulltrúum AGS, auk sérfræðinga frá okkur.

 Stjórnvöld þurfa síðan að setja bráðabirgðalög þannig að þannig að  nauðsynlegar álögur t.d. á áfengi og bensín hækki ekki neysluvísitöluna.  


mbl.is Óvissa um stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband