Stjarnan - KR

Fór á Stjörnuvöllinn í kvöld til þess að sjá Stjörnuna taka á móti KR. Stjarnan hefur verið að spila firnagóðan bolta á sama tíma og KR ingar hafa átt afar misjafna leiki. Átti von á jöfnum leik. Í byrjun átti Stjarnan heldur meira í leiknum en þeir leituðustu of mikið við að spila boltanum frá vörninni með löngum sendingum fram í stað þess að færa boltann upp í gegnum miðjumennina. KR ingar réðu vel við þetta og því var ekki mikil ógnun við mark KR. Á 31 mínútu er dæmd vítaspyrna á Bjarna markvörð Stjörnunnar, sem úr áhorfendastúkunni virkaði mjög vafasamur dómur. Eftir þetta var jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik hafði Stjarnan heldur undirtökin í leiknum, en KR ingar voru hættulegri í vítateignum. Á lokamínútu leiksins jafnaði Stjarnan eftir mikla pressu. Sjálfsagt sanngjörn úrslit. Spil Stjörnunnar olli mér örlitlum vonbrigðum. Of mikið af löngum sendingum í stað þess að láta boltann fljóta. Stjörnunni hefur farið mikið fram sem liði milli frá því í fyrra. Þá var liðið í ákveðnu basli með að fara upp, en nú er liðið sannarlega eitt af 3 bestu liðum deildarinnar. Þessi leikur var ekki einn af bestu leikjum liðsins í sumar. Það að ná jafntefli þegar lítið gengur upp, er styrkleikamerki. Daníel Laxdal er einn besti leikmaðurinn í Íslandsmótinu að þessu sinni, ótrúlega öruggur leikmaður. Það var hrein unun að sjá hvernig hann hirti boltann af Prinsinum trekk í trekk. Daníel er leikmaður sem er kominn í landsliðsgetu og hlýtur að fá tækifæri fyrr en seinna. Spilamennska Stjörnunnar hentaði hins vegar ekki leikmönnum eins og Ellert Hreinssyni sem sýndi snilldartakta á móti Val. Hjá KR fannst mér Björgúlfur oft sýna flotta takta. Í heildina finnst mér hins vegar KR liðið ekki að vera að sýna neinn topp fótbolta. Skókarleikur er allt of tilviljanakenndur og ekki sannfærandi. Það er eitthvað að hjá KR, félagið er of öflugt til þess að vera ekki með betra lið. Fótboltinn líður fyrir það.

Það var samt gaman á vellinum, mikið fjör, góð stemming. Sannarlega ferðarinnar virði.

 


mbl.is Tryggvi tryggði Stjörnunni stig á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýkommúnismi

Glæsileg niðurstaða í Icesave málinu í sjónmáli, sagði Steingrímur Sigfússon okkur. Verið er að kynna niðurstöðuna og útkoman verður seint flokkuð undir neinn glæsileika. Ríkisstjórnin mun hins vegar tryggja að nógu margir greiði atkvæði með samkomulaginu, og aðrir sitji hjá. Þannig heldur ríkisstjórnin velli.

Steingrímur lofaði okkur ríflegri lækkun stýrivaxta en þeir standa í stað og ástæðan sem peningastefnunefndin gefur er skortur á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þær aðgerðir sem fram eru komnar byggjast á því að hækka skatta, og skera eins lítið niður í ríkiskerfinu eins og mögulegt  er. Afleiðing þessa er að allt höggið kemur á atvinnuvegina og sem kemur í veg fyrir endurreisn. Fyrir kosningar lofuðu allir stjórnmálaflokkarnir aðgerðir í atvinnumálum. Hvar er aðgerðalisti ríkistjórnarinnar?

Með því að kyrja atvinnulífið, falla fleiri og fleiri fyrirtæki undir ríkið og þá geta stjórnmálamennirnir ráðskast með æ fleiri þætti. Þá dregur úr frumkvæði, vilja og getu almennings til  hefja endurreisn. Það er einmitt vilji samkvæmt nýkommúnismanum.


mbl.is „Engin uppgjöf á dagskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband