26.7.2009 | 11:28
Týndur forseti?
Forseti Íslands á að vera eins og aðrir þjóðhöfðingjar sá sem sameinar þjóðina, þegar vel gengur en ekki síður þegar illa gengur. Það er engin spurning að þetta gerðu fyrri forsetar, auðvitað misvel. Við gegnum í gegnum tíma þar sem allt virtist á uppleið, og þá fór forsetinn mikinn, en nú þegar hlutverk hans ætti að vera hvað mikilvægast er hann hvergi. Týndur.
Ástæða þessa má eflaust rekja til þess að hann spilaði ekki rétt úr þeirri stöðu sem hann var í. Við kjör Ólafs galt hann þess að hafa verið harður rökræðupólitíkus þá Alþingi. Þá snérist málin oft meira um klæki en málefni. Einn harðasti andstæðingur hans á þingi var Davíð Oddson og þegar Ólafur var kjörinn forseti ákvað Davíð að taka Ólaf ekki í sátt. Þetta gerði Ólafi erfitt fyrir og þetta var óásættanlegt ástand fyrir þjóðina. Sannarlega hafði Ólafur ýmislegt fram að færa, tengsl og þekkingu sem Ólafur leitaðist við að nýta í sínu nýja starfi. Kappræðustjórnmálamaðurinn segir ýmislegt sem hefur ekkert með sannleikann og heiðarleika að gera og það stakk hann í nýju embætti. Þar á ofan mátti greina núning milli Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars sem var mjög óheppilegt vegna þess að Vigdís hafði verið einstaklega vinsæl sem forseti. Ólafur hefði sennilega átt að nýta Vigdísi betur og sýna henni meiri virðingu en hann virtist gera. Núningur Ólafs og Davíðs hélt áfram, en í stað þess að ná lendingu í því ákvað Ólafur að taka stöðu með nýrri valdastétt á Íslandi, útrásarvíkingunum svokölluðu. Afgreiðsla hans á fjölmiðlafrumvarpinu var afdrifarík ákvörðun, ákvörðun sem tryggði að um sátt milli Ólafs og Davíðs yrði ekki að ræða. Í ljósi sögunnar verður þessi ákvörðun Ólafs sennilega metin hans versta ákvörðun. Ólafur var kominn í nýtt lið, sem ögraði stjórnvöldum og sveik þjóðina. Alveg örugglega vissi Ólafur Ragnar ekki hvert þessi nýja valdastétt á Íslandi var að fara, en hann var kominn um borð og með því bar hann ábyrgð.
Báðar konur Ólafs Ragnars hafa komið vel út, við hlið Ólafs í embætti. Fyrst Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem hafði almenna virðingu, hvort sem var af stuðningsmönnum Ólafs eða andstæðingum. Síðan Dorrit Moussaiff síðari kona Ólafs, sem hafur verið umdeildari þar sem hún hefur spilað hlutverkið á gjörólíkan og óvenjulegan hátt. Oft fær fólk ekki réttmæta dóma fyrr en eftir að þeir hafa farið af vettvangi, en af öllum líkindum má búast við að Dorrit fái afar góða dóma hjá meginþorra þjóðarinnar.
Við bankahrunið og þau átök sem í framhaldinu voru kom Ólafur veikur út. Hann fékk persónulega harða gagnrýni og þegar þjóðin þurfti á sterkum forseta að halda til þess að stappa trú í þjóðina, var forsetinn laskaður. Þau skref sem hann hefur tekið síðan hafa heldur ekki verið skynsamleg. Síðustu mánuði hefur hann nánast dregið sig í hlé.
Meirihluti þjóðarinnar telur ekki að við nánum ásættanlegum samningi við ESB, þá þarf að skoða leið B. Þá gæti Ólafur Ragnar fengið nýtt hlutverk. Styrkleiki Ólafs er að hann getur myndað tengsl. Þá getur Ólafur Ragnar náð stöðu sinni aftur. Núverandi staða Ólafs Ragnars er algjörlega óásættanleg bæði fyrir hann og þjóðina. Við erum nánast án forseta. Aðstæður gætu breyts á næstu mánuðum og þá getur Ólafur Ragnar náð vopnum sínum að ný.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 26. júlí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10