
6.7.2009 | 08:51
Þrautalending eða brotlending?
Lilja Mósesdóttir
ÞESSA dagana er að renna upp fyrir þjóðinni hversu alvarlegar afleiðingar óheftur markaðsbúskapur í anda nýfrjálshyggjunnar getur haft fyrir almenning. Þjóðin stendur agndofa frammi fyrir stærð skuldavanda sem má rekja til nokkurra einkaaðila sem fengu leyfi til að veðsetja hana í áhættuspili sem endaði illa. Versta dæmið um fíldirfskuna í bankakerfinu eru Icesave-reikningar Landsbankans og nú liggur fyrir Alþingi að taka á afleiðingum hennar. Ástæða þess að ég söðlaði um fyrir kosningar og fór úr akademíunni yfir í pólitík er fyrst og fremst sú að ég vildi leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að tryggja hagsmuni almennings í endurreisn hagkerfisins eftir stærsta bankahrun sögunnar. Afstaða mín til Icesave-samningsins mótast því öðru fremur af mati mínu á því hvort þjóðin geti staðið undir þeim skuldbindingum sem samningurinn leggur henni á herðar. Ef sú er ekki raunin verður erfitt að endurbyggja samfélag okkar með réttlæti og öflugt velferðarkerfi að leiðarljósi.
Eins ótrúlegt og það hljómar, þá liggja engir útreikningar á skuldaþoli þjóðarbúsins Icesave-samningnum til grundvallar. Til þess að mæla skuldaþol þess notast alþjóðastofnanir við tvenns konar mælikvarða. Með öðrum mælikvarðanum er greiðslubyrði þjóðarbúsins (afborganir og vaxtagreiðslur til erlendra lánadrottna) mælt sem hlutfall af útflutningstekjum. Bráðabirgðaútreikningar benda til þess að þetta hlutfall verði um 150%. Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Alþjóðabankinn álíta að fari greiðslubyrðin samkvæmt þessum mælikvarða yfir 150% sé hætta á að þjóðarbúið geti ekki staðið í skilum á erlendum lánum.
Hinn mælikvarðinn mælir heildarskuldir þjóðarbúsins við erlenda aðila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. AGS mat skuldaþol Íslands í nóvember á síðasta ári og komst þá að þeirri niðurstöðu að hlutfall heildarskulda þjóðarbúsins á árinu 2009 yrði um 160%. Í ljósi þeirra lánasamninga (að Icesave-samningnum meðtöldum) sem gerðir hafa verið á þessu ári bendir allt til þess að hlutfallið sé komið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættumörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skuldabyrðinni.
Spurningin sem brennur nú á mörgum þingmönnum er hvort samþykkja eigi ríkisábyrgð á 705 milljarða láni innstæðutryggingasjóðsins. Það er grundvallaratriði að þingmenn fái vandaða útreikninga á skuldaþoli þjóðarbúsins og mat á þróun gengis krónunnar frá Seðlabanka Íslands til þess að geta svarað þessari spurningu og greitt atkvæði um Icesave-ábyrgðina í samræmi við sannfæringu sína um greiðslugetu þjóðarbúsins. Frekari gengislækkun krónunnar myndi þýða að greiðslubyrðin af skuldunum yrði óbærileg. Leiði Icesave-samningurinn til greiðsluþrots þjóðarbúsins tekur hinn svokallaði Parísarklúbbur við Íslandi og aðstoðar landið við að ná fram samningum við kröfuhafa um greiðslujöfnuð og/eða niðurfærslu skulda þjóðarbúsins. Ef okkur virðist nú þegar allt stefna í þá átt, þá er spurning hvort ekki sé betra að setjast niður með kröfuhöfum okkar og semja um 1800 milljarða heildarskuld ríkissjóðs í stað 2500 milljarða.
>> ...bendir allt til þess að hlutfallið sé komið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættumörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skuldabyrðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 6. júlí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10