Hin kjaftfora Eva Joly

Hvar sem menn eru í flokki þá eru menn sammála ráðningu Evu Joly. Frumkvæðið kom ekki frá stjórnvöldum heldur Agli Helgasyni. Eva þorir að segja þá hluti sem hún þarf að segja og hún sér þá í öðru ljósin en þeir sem eru í darraðardansinum. Hún spyr ekki hvað má ég skrifa vegna tengsla innanlands, hún spyr hvað þarf að skrifa. Hún veit að ef við skrifum undir Icesave erum við að mikinn fjölda ungs fólks til þess að flýja land. Það aftur þýðir verri kjör fyrir þá sem eftir verða. Eva er kjaftfor og við viljum hlusta.

Í gær skrifaði Gylfi Magnússon enn eina greinina þar sem hann segir okkur að við getum staðið undir Icesave. Þá reiknar hann með að við verðum með jákvæðan vöruskiptajöfnuð næstu árin, af því að við erum með hann núna. Hann reiknar út að ef útflutningur eykst örlítið dugar það til þess að greiða Icesave. Sjálfsagt yrði það hin nýja skattleið. Skattmann gerir aukninguna í útflutningum upptæka og setur hana í ríkiskassann. Gylfi leggur til að nú verði ungu fólki kennt að stoppa í sokka. Átak verði sett í gang til þess að kynna hollustu skyrhrærings og mikilvægi þess að endurvekja þekkingu iðnaðarmanna á því að hlaða torfhús. Gylfi er ekki kjaftfor og því trúir honum enginn. Síðast þegar hann fór í viðtal, gat hann ekki falið svarta blettinn á tungunni.

Við þurfum á kjaftforu fólki að halda núna, en líka því sem getur tekið til hendinni.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband