Fundarstjórn Alþingis

Fundarstjórn Alþingis hefur vakið athygli í vetur. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis hefur ítrekað misnotað bjöllu forseta, þannig að fundarstjórn  hefur sett niður. Það er ekki að ástæðulausu að embætti Forseta Alþingis er metið sem ráðherraembætti. Það skiptir mikli máli hvernig embættinu er beitt. Bjölluspil Ástu Ragnheiðar hefur gert embættið að aðhlátursefni.

Nú tók Álfheiður Ingadóttir við fundarstjórn á Alþingi og Tryggvi Herbertsson fór í ræðustól.  Tryggvi sagðium vinnubrögð í Efnahags og skattanefnd væru ,,vítaverð". Álfheiður Ingadóttir gerði  athugasemd við það orðalag. Þessi athugasemd fundarstjóra hefur ekkert með eðlilega fundarstjórn að gera  heldur  er hér um að ræða svokölluð ,,kennaraeinkenni" að ræða en þau felast í því þegar fyrrum kennarar tala niður til fullorðins fólks að ástæðulausu, þar sem kennararnir voru vanir að gera slíkt við yngri nemendur sína á árum áður. Þetta er líka þekkt hjá fundarstjórnum sem lítið kunna fyrir sér, en ofmeta sína litlu þekkingu. Þá verður útkoman oft sérstæð.  

Það væri mikilvægt fyrir orðstý Alþingis að þær Ásta Ragnheiður og Álfheiður, héldi sig sem mest frá fundarstjórn Alþingis.  


Bloggfærslur 23. ágúst 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband