Ámælisverð fundarstjórn

Sigmundur Ernir gerði mistök þegar hann kom í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis. Það hefur örugglega áður verið gert, sem réttlætir ekki framgöngu Sigmundar. Hann hefði átt að fá tiltal vegna þessa eða áminningu. Það voru hins vegar alvarlegri mistök hjá honum að viðurkenna ekki mistök sín, og reyna að ljúga sig út úr hlutunum. Upptaka af atvikinu sýndu það mikið að tiltölulega auðvelt var að sjá hvers kyns var. Við það missir Sigmundur trúverðugleika, sem er mun alvarlegra en að fá áminningu. Sigmundur ætti að einbeita sér að leggja meira á sig í framhaldinu og standa undir þeim væntingum sem  til hans hafa verið gerðar. Trúi ekki öðru en hann geri það.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gerði hins vegar alvarleg mistök að stöðva ekki þessa uppákomu. Það að hún segi að hún hafi ekki tekið eftir neinu athugaverðu við framgöngu Sigmundar Ernis, er alvarlegt athugunarleysi. Það bætir ekki virðingu fyrir hanni sem þingforseta. Áður hafði hún sett niður þegar hún bjölluæfingar sínar fyrr í vetur. Þær sýndu að hún réð ekki við hlutverkið. Framganga Sigmundar Ernis virtist vera undir sterkum áhrifum. Framganga Ástu Ragnheiðar var það hins vegar ekki og í því ljósi ekki síður alvarleg.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband