1.9.2009 | 23:23
Er bloggumræðum miðstýrt?
Ég hef í allnokkurn tíma verið sannfærður um að bloggumræðum sé miðstýrt að hluta. Í dag var frétt á Mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/01/meirihluti_a_moti_rikisabyrgd/
Tvær bloggfærslur skáru sig algjörlega út.
Magnús Helgi Björgvinsson
Fylgi ríkisstjórnarflokkana eykst!
Þriðjudagur, 1. september 2009
Þetta er nú það sem vekur meiri athygli í þessari könnun.
Eins vekur athygli að þeir eru helst á móti ríkisábyrgð sem segjast ekki hafa kynnt sér samningana. En um 40% segjast ekki hafa kynnt sér icesave samningana. Og þeir sem hafa kynnt sér málið vel voru frekar jákvæðari gagnvart ríkisábyrgð.
Og eins kemur fram í þessari könnun að meirihluti taldi að hagur okkar hefði verið verri ef við hefðum ekki samþykkt ábyrgð á icesave
En sem sagt framsókn er að dala í fylgi en furðulegt að 28,8% vilja aftur fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. Þrátt fyrir allt sem
hefur gerst.
Síðan kemur færsla frá Gísla Baldvinssyni
Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst
Alveg dæmalausir hjá Mbl.is Passa mjög vel með sinni sígildu þöggun að eftirfarandi komi fram:
Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. 49% styðja ríkisstjórnina; örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. 27% segjast myndu kjósa Samfylkinguna 2% fleiri en síðast. 22% styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð 3% fleiri en síðast. Fylgi við Framsóknarflokkinn minnkar hins vegar um tvö prósentustig og er nú 15%. Fylgi við Borgarahreyfinguna minnkar jafn mikið og er nú 6%. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 29%. 2% myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi. Gallup spurði tæplega 5 þúsund kjósendur um fylgi við flokkana og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Könnunin var gerð á síðustu fjórum vikum tæplega 60% svöruðu.
Sama fyrirsögn, sama myndskreyting, nánast sama innihald, á skjön við alla aðra sem blogga um fréttina. Tilviljun? Nei, þeir Gísli og Magnús, ásamt nokkrum félögum sínum virðast sammála um alla hluti. Þetta er FLOKKURINN, þar sem skoðanir FLOKKSINS eru skoðanir meðlimanna. Allir þingmenn Samfylkingarinnar studdu Icesave, án fyrirvara. Það voru lýðræðissinnaðir þingmenn í VG sem þorðu að hafa aðrar skoðanir en flokksformaðurinn.
Báðir þessir bloggarar Gísli og Magnús, flokksauðir Samfylkingarinnar fylgdu flokkslínunni alla leið Icesavemálsins í gegnum þingið. Töldu eðlilegt að Icesave yrði samþykkt í byrjun. Óséð og án fyrirvara. Minnihlutinn á þingi skipti ekki máli. Þegar í ljós kom að ekki var meirihluti fyrir því, þá átti að reyna að ná samstöðu allra þingmanna. Þá var allt í einu þörf fyrir samráð. Síðan kom gagnrýni úr þjóðfélaginu frá sérfræðingum þá var gert lítið úr slíkum ábendingum.
Skyldu þessir flokksauðir líka fá línu frá flokknum hvað þeir eigi að borða í morgunverð?
Bloggar | Breytt 2.9.2009 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 1. september 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10