Fjölnir í 1 deild

Það hefur nú legið nokkuð ljóst fyrir í allnokkurn tíma að það yrði hlutskipti Fjölnis að fylgja Þrótti niður. Fjölnir missti nokkra leikmenn fyrir þetta tímabil eftir gott gengi á 1 ári í úrvalsdeildinni. Annað árið er alltaf erfitt, og það fékk Fjölnir að finna fyrir í ár. Liðið var á tímabili ekki lakara en lið IBV og Grindavíkur, en þá vantaði þá reynslu sem með þurfti. Þegar líða tók á þetta tímabil fóru leikmenn að safna óþarfa spjöldum, sem oft einkennir lið sem ekki halda haus. Annað sem vekur athygli er hversu fáir uppaldir Fjölnismenn voru í liðinu. Félagið á t.d. mjög góðan 2 flokk sem lítið var nýttur upp í meistaraflokk. Þrjá leikmenn sem spilað hafa í drengja og unglingalandsliðunum sem sáralítið eða ekki hafa verið nýttir. Þetta kallar á skýrari stefnumörkun í félaginu. Yngri flokkar félagsins hafa verið að gera góða hluti og miðað við núverandi efnahagsástand, þá verða félög að byggja markvisst á eigin uppbyggingu. Reikna má með að dvöl Fjölnis verði stutt í 1 deildinni, spái þeim beint upp aftur.
mbl.is Fjölnismenn fallnir eftir tap gegn Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband