Biðstofan!

Undanfarna daga hafur maður fundið mjög vaxandi undiröldu í þjóðfélaginu. Það virðist skipta engu máli í hvaða stéttum menn eru, það er reiði í þjóðfélaginu. Reiði út í útrásarvíkingana og að þeir skuli enn ganga lausir. Reiði vegna tilsvara þeirra. Reiði vegna þess að þeir séu enn með rekstur hérlendis. Reiði vegna þöggunar.

Alvarlegast er þó reiðin út í ríkisstjórn sem ekki virðist vera í jarðsambandi. Fyrst átti að gera allt fyrir heimilin, slá skjaldborg. Síðan ekkert. Svo núna kannski eitthvað.

Þurfti að fara á biðstofu í vikunni, þar voru 11 manns. Það voru allir að lesa og ríkti þögn. ,, Nú ætla þeir aðeins að leiðrétta hjá þeim sem eru með húsin sín yfirveðsett, og bara hjá þeim sem engar tekjur hafa", las einn gestanna upphátt. Á örskömmum tíma var þetta fólk farið að taka allt til máls. Það komu fram tillögur og það var rökrætt. Það sem sameinaði þetta fólk var reiðin út í stjórnvöld, sem ekki skilur fólkið sitt. Heldur situr og leikur sér að Icesave og ESB kubbunum sínum. Annað hvort var þetta fólk sjálft í erfiðleikum eða fjölskylda þeirra og vinir.

Ef haldinn yrði baráttufundur nú, myndi þetta fólk sem ekkert þekktist, allt mæta. Hvað með allt hitt fólkið út í þjóðfélaginu sem ekki mætti á biðstofuna. Svona undiröldu hef ég ekki fundið í þjóðfélaginu áður.


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband