Samskipti við erlenda fjölmiðla

Það er hægt að gagnrýna margar ákvarðanir Geirs Haarde, en það hlýtur að hafa verið erfitt að vera í hans stöðu eftir hrunið að halda sjó. Reglulegir blaðamannafundir voru til góðs og Björgvin Sigurðsson stóð sig vel við hlið hans í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem Geir Haarde fékk hrós fyrir var góð framkoma hans í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Hann hefði átt að nýta sér þennan styrkleika enn frekar. Þegar kom fram á þetta ár minnkaði upplýsingaflæðið til almennings og það varð ríkisstjórninni að falli. Við tók ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Ný ríkisstjórn hefði átt að læra af mistökum fyrri ríkisstjórnar, það hefur hún ekki gert.

Það er sjálfsagt hægt að gagnrýna framgöngu Geirs Haarde í þessu viðtali og í öðrum viðtölum við erlenda fjölmiðla. Við getum borið þessi viðtöl saman við þau viðtöl sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur átt við erlenda fjölmiðla á undanförnum mánuðum.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúinn inn að skinni.

Maðurinn fór í ráðgjöf á föstudaginn, skítblankur. Ríkisstjórnin búin að rýa (rúa) manninn inn að skinni, með skattaálögum. Enginn matur til lengur. Ráðgjöfin, það er til nóg. Tíndu sveppi og maðurinn hlýddi. Lífið vissulega bærilega og ókeypis gisting fylgdi í framhaldinu, og morgunverður.


mbl.is Nakinn og til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband