Voða hissa?

Stjörnunni var spáð niður á þessu ári. Það er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem nýliðar koma á óvart í úrvalsdeildinni. Nægir að minna á gengi Fjölnismanna á síðasta ári. Sem gömlum félaga fagnaði ég gengi liðsins framan af, en óttaðist einnig að spilamennskan gæti orðið brothætt þegar líða tók á. Það varð og raunin. Liðið spilaði frekar aftarlega á vellinum, en tók síðan hraðar sóknir fram og þá oft með löngum sendingum. Lið sem þekkja svona spilamennsku, eiga að geta varist henni tiltölulega auðveldlega. Í 10 leikjum í seinni umferð hefur Stjarnan náð einum sigri og tveimur jafnteflum. Það getur nú varla talist ásættanleg niðurstaða. Í fyrri umferðinni sáust oft skemmtileg tilþrif hjá liðinu, en þeim hefur fækkað umtalsvert í þeirri seinni. Í tveimur leikjum sumarsins hefur liðið fengið á sig 7 mörk, sem er nægjanlegt til þess að skoða málið mjög vel fyrir næsta tímabil.  

KR liðið hefur hins vegar verið á uppleið og getur verið ánægt með þetta sumar.


mbl.is Logi Ólafsson: Góður sóknarleikur skilaði sjö mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband