Eru þetta skilaboð?

Össur gagnrýnir Breta og Hollendinga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á sama tíma segir Jóhanna okkur að Icesave málið sé erfitt. Þýðir það að fyrirvörum Alþingis hafi verið hafnað? Hvað stöndum við þá?

Það er kominn vetur og erfiðleikarnir hafa tekið á stjórnarflokkana. Þeir hafa reyndar gert sér þetta erfiðara en ég átti von á með því að leggja áherslu ESB og síðan að gera afleitan Icesave samning. Þá er að taka á þeim erfiðleikum sem við er að etja. Niðurskurðurinn er ekki hafinn. Erfiðleikarnir rétt að byrja. Var einn af þeim sem taldi að eina von okkar væri þjóðstjórn, eða utanþingstjórn, ekki vegna þess að ég skildi vel VG og Samfylkingu að þau vildu láta reyna á vinstristjórn fyrst að þingmeirihluti var fyrir henni. Verkefnið var bara svo stórt, að það þurfti meira til.

Nú er bara spurningin, hver mun leiða þjóðstjórnina?


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband