Nokkuð fyrirsjáanlegt

Það þurfti engan stórsnilling til þess að finna út að Kristján Guðmundsson yrði ekki áfram þjálfari Keflavíkurliðsins. Kristján tók óvænt við sem aðalþjálfari hjá Keflavík 2005 þegar Guðjón Þórðarson yfirgaf liðið. Undir stjórn Kristjáns náði liðið mjög athyglisverðum árangri og 2008 var liðið komið með aðra höndina á Íslandsmeistarabikarinn, en tókst með ólíkindum að klúðra dæminu á lokasprettinum. Gengið í ár hefur verið langt undir væntingum, með góðan mannskap. Það liggur einhvernvegin beinast við að Willum Þórsson taki við. Leikstíll Willums ætti að henta vel í Keflavík og það kæmi manni ekki á óvart að Keflavík landaði einhverjum bikar á næsta ári.

Kristján hefur sannað sig sem þjálfari og kæmi ekki á óvart að hann endaði á Selfossi á komandi tímabili.


mbl.is Kristján ekki áfram með Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband