Atvinnuleysi er óþarft böl.

Við erum í raun allt of lítil þjóð í stóru landi. Fólksfæðin gerir það að verkum að margir þættir eru hér dýrari en hjá öðrum þjóðum. Þar fyrir utan erum við í nokkurri fjarlægð frá öðrum löndum, sem þýðir flutningskostnað bæði vegna ferðalaga, en einnig vegna vöruflutninga. Þess vegna er það hagkvæmt að þjóðinni fjölgar. 

Í samdrættinum sem hefur orðið hér frá 2008 hefur atvinnuleysi farið upp í 10%. Í raun hefur það atvinnuleysi verið meira, því margir hafa farið í nám, eða haldið áfram námi. Þá hefur fjöldi fólks flutt til nágrannalanda okkar. Oft er þetta vel menntað fólk, sem margt hvert kemur ekki til baka. 

Eðlilegt atvinnuleysi er um eitt og hálft prósent. Það stafar af því að fólk er að skipta um vinnu, en einnig að atvinnustarfsemi er að breytast. Störf lögð niður og ný taka við. Þegar þjóðin er hrædd eins og nú er, heldur fólk að sér höndum, og aðhafist lítið. Þetta á bæði við þá sem ekki hafa fjármagn til þess að kaupa vöru og þjónustu, en einnig um þá sem hafa nægt fjármagn. Þetta aðgerðarleysi dregur  úr atvinnu.

Eitt af hlutverkum stjórnvalda er að stuðla að jafnvægi í þjóðfélaginu, þá eining jafnvægi í atvinnulífinu. Til þess hafa ráðamenn mörg tæki. Því miður hafa tækifærin sem til staðar eru ekki verið nýtt og þess vegna er viðvarandi atvinnuleysi. Gagnrýni verkalýðsforystunnar og samtökum atvinnurekenda er að þessu leiti réttmæt. 

Það getur verið fyllilega eðlilegt að þurfa að segja upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en aðgerðarleysi stjórnvalda til örva atvinnuuppbygginu er í hæsta máta óeðlilegt. Ef ráðamenn treysta sér ekki í verkefnið verður að fela öðrum það. 

 

 


mbl.is „Fólkið auðvitað bara grét“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband