Verður Dómkirkjan rifin?

Lítill minnihlutahópur kallar sig Siðmennt og annar Vantrú. Hvorugur hópurinn er sáttur við, að hjá þjóð þar sem rúmlega 90% eru kristin, skuli kristin trú og boðskapur njóta ákveðinna forréttinda. Hafa áhrif á stjórnkerfi og skólastarf. Það virðist fara ótrúlega mikið í taugarnar á þessum minnihlutahópum að við setningu Alþingis skuli þingmenn fyrst fara í kirkju. Nú virði ég það fyllilega að einhverjir þingmenn taka þá ákvörðun  að  sleppa kirkjuferðinni af þessu tilefni. Það er þeirra val, en að þetta lið ætli að ákveða hvað aðrir gera finnst mér út í hött.

Það að fermingarbörnum sé boðið upp á fermingarfræðslu í kristnu samfélagi finnst mér fyllilega í lagi. Þeir foreldrar sem ekki vilja þiggja slíka fræðslu, hafa þá það val að börnin þeirra gera eitthvað allt annað. Næst verður að ekki má senda út messur t.d. á jólum, þar sem einhverjir eru ekki kristnir. Þá kemur eflaust fljótlega að því að þetta lið vilji láta rífa Dómkirkjuna, þar sem það sé óeðlilegt að einn trúflokkur skuli njóta forréttinda umfram annan með staðsetningu á  staðsetningu á húsnæði til bænahalds. Ég er þeim ósammála. 

Mér er nokk sama hvort Jóhanna Sigurðardóttir er í þjóðkirkjunni eða ekki, en sem forsætirráðherra þjóðar þar sem yfir 90% þjóðarinnar telur sig vera kristin, er óþarfi af hennar hálfu að gefa yfirlýsingar um úrsögn úr þjóðkirkjunni.  Einhverjir heitt trúaðir kristnir einstaklingar finnst það óeðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir sé gift konu, meginþorra þjóðarinnar er hins vegar slétt sama. Sé hún hamingjusöm í sínu hjónabandi er það fyrir mestu. Þjóðinni er hins vegar ekki sama það ókristilega framferði sem Jóhanna sýnir í sinni valdatíð sem forsætisráðherra. Vita getulaus og hugmyndasnauð er hún að koma fjölda fjölskyldna í landinu á  kaldann klakann. 

Við viljum halda Dómkirkjunni en losna við Jóhönnu. Við viljum efla sess kristinna gilda. Það er von íslensku þjóðarinnar. 


Bloggfærslur 24. október 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband