Eldfimt ástand.

Á leiðinni heim í gærkvöldi kom ég við til þess að taka diesel. Inn kemur ungur maður og segist hafa gleymt kortinu sínu heima, hvort hann fái skrifað. Afgreiðslustúlkan svaraði á afar kurteisan hátt að það hefði hún því miður ekki heimild til. Ungi maðurinn missti stjórn á skapi sínu og öskraði á starfsfólkið að hann óskaði þess að það færi til helvítis. Það var vandræðalegt andrúmsloft næstu þrjár mínúturnar. Við ræddum spennuna í þjóðfélaginu, en einnig að því miður hafa vanskil aukist.

Stuttu síðar var ég á leiðinni upp Breiðholtsbrautina. Fyrir framan mig var gamall fólksbíll. Hann hökti. Loks drap bíllinn á sér. Eftir stutta stund kemur ungur maður út úr bílnum og ung kona sem hafði verið í aftursætinu færir sig í framsætið. Ungi maðurinn byrjar að ýta bílnum en það gengur afar hægt. Fyrir aftan okkur flautar reiður bílstjóri í sífellu. Ég legg bílnum upp á kant, fer út og hjálpa unga manninum. Nú kemst bíll hans á stað, en þetta tekur í. 

,,Þakka þér fyrir" segir ungi maðurinn á meðan við reynum að koma bílnum inn á hliðargötu.

,, Ekki málið" segi ég. Við náum að koma bílnum fyrir. Hann hringir, en það svarar ekki.

,, Ertu utan að land"i spyr hann

,, Nei svara ég, en ég skil spurninguna" ..Var í nokkur sumur úti á landi".

,, Hér hjálpar fólk yfirleitt ekki ef eitthvað kemur upp. Ekur bara áfram"

,, Á hvaða leið eruð þið" spurði ég. Þau fengu far upp í Hólahverfi, voru með lítið barn með sér. Á leiðinni féll unga konan saman. 

,, Það er allt að rústast" sagði hún. Ég fann til með þessu unga fólki, að byrja sinn búskap í því ástandi sem nú er. Ég fann kvölina sem þessi unga móðir bar með sér. Það var ekta þakklæti sem þessi unga fjölskylda sýndi þegar þau kvöddu.

  


Bloggfærslur 26. október 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband