Er pólitíkin helsta hindrunin fyrir framförum?

Það er alveg merkilegt hvað hin íhaldsama pólitík er lítið í takt við raunveruleikann og grasrótina í landinu. Jóhanna var lengi vel einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Hún hélt sig við sannfæringu sína. Nú vill hún ekki að Lilja Mósesdóttir geri slíkt hið sama. Stuðningur við Jóhönnu nálgast frostmarkið með vaxandi hraða, en vinsældir Lilju mælast í hæstu hæðum.

Flokkarnir vilja ekki afstöðu Lilju, Atla og Ásmundar, en það vill þjóðin. Þjóðin vill að stjórnmálamennirnir hugsi út fyrir rammann og komi með lausnir, leið út úr þeirri ánauð sem stjórnmálamennirnir vilja halda okkur í. Flokksauðirnir vilja ekki að einhverjir taki sig út úr hjörðinni, þeir verða hræddir og reiðir. Þeir munu hér ráðast á  þau Lilju, Atla og Ásmund. 


mbl.is Lilja, Atli og Ásmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök Icesave rannsóknarnefnd.

Nú þarf að skipa sérstaka óháða rannsóknarnefnd vegna Icesave. Allir flokkar ættu að sameinast um þá ráðstöfun. Ef það er rétt að okkur hafi staðið til boða að óvarðir kröfuhafar hafi boðið þá lausn að lána Landsbankanum gamla fyrir innistæðutryggingunum og þannig leysa Íslendinga undan Icesave án þess að sú lausn hafi verið könnuð til hlítar og að henni unnið er, þarf að skipa nefndina strax.
mbl.is Vildu losa ríkið undan Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband