21.12.2010 | 10:09
Dónaskapur í Bónus
Mér fannst það mjög óviðeigandi að Jón Ásgeir og fjölskylda ætti áfram Bónus eftir hrun. Fór að færa innkaup yfir í Krónuna, og hef líkað betur og betur. Í gær fór ég og keypti smotterí í Bónus. Á undan mér er kona um sextugt. Á leiðinni til þess að setja í poka rekur hún olnbogann í bríkina þar sem kvittað er undir og við það fellur penni í gólfið. Þegar kemur að því að borga réttir afgreiðslustúlkan henni kreditkortastrimilinn til undirskriftar. Mér til mikillar undrunar sprakk konan af bræði.
,, Með hverju á ég að skrifa. Heldurðu að ég skrifi undir með höndunum. Bónus ræður bara inn útlendinga og vesalinga til vinnu" Sagði konan mjög hranalega.
Afgreiðslustúlkan brosti vandæðalega og náði í nýjan penna.
,, Það er lágmarkskrafa að þið hafið hugsun á því að hafa penna fyrir okkur þegar við eigum að skrifa undir". Hreytti konan út úr sér.
Aftur brosti afgreiðslustúlkan, en ég sá að henni leið ílla. Hún brosti aum til mín og byrjaði að renna vörunum mínum í gegn.
,, Hvernig finnst þér svona framkoma" spyr konan mig allt í einu.
,,Sjáðu" sagði ég og bennti konunni að koma til mín
,,Sjáðu pennann þarna á gólfinu. Þegar þú fórst fram hjá bríkinni áðan, rakst þú þig í pennann og hann datt niður. Svo svívirtir þú stúlkuna fyrir að það væri ekki penni til staðar".
Konan varð afar vandræðaleg.
,,Þetta eru útlendingar " sagði konan
,, Ef hún er erlend, þá á hún jafn mikinn rétt á afsökunarbeiðni"
Það kom mér ekki á óvart að konan strunsaði út með pokana sína. Hafði ekki manndóm til þess sýna iðrun.
Við mættum sýna smá kærleika í samskiptum okkar í jólaösinni, líka við afgreiðslufólkið sem nú vinnur undir miklu álagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 21. desember 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10