Maður ársins 2010

Nú þegar líða tekur að áramótum er ekki úr vegi að finna mann ársins 2010. Marinó Njálsson kemur strax upp í hugann hjá mér. Baráttumaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, sem reyndi eftir mætti að fara með mál án æsings og uppþota. Hagsmunasamtök heimilanna áunnu sér virðingu með þessari leið, stjórnvöld voru einfaldlega í vondum málum.

Þegar líða fór á árið kom útspil austurblokkar velferðarstjórnarinnar og tveir fjölmiðar svöruðu kallinu. Persónuleg fjármál Marinós voru gerð tortryggileg og hann dró sig í hlé frá stjórnarstörfum hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þöggunaráætlun stjórnvalda náði þó ekki tilætluðum árangri því fjölmargir komu fram og lýstu fyrir stuðning við Marinó. Hér á blogginu heldur hann áfram og það segir mér svo hugur að stjórnvöld muni gjalda fyrir ofbeldi sitt þegar í upphafi næsta árs. 

Lýðræði er oft metið eftir því hversu auðveldlega fólk getur sett fram gagnrýni og nýjar áherslur í skoðunum án þess að vera refsað fyrir í einhverju formi. Slíkt refsingarferli er kallað þöggun. Svo verðum við að meta hvert og eitt hvort slíkt þekkist í okkar þjóðfélagi. 


Bloggfærslur 23. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband