26.12.2010 | 19:20
Gengur Þorsteinn aftur?
Þorsteinn Pálsson varð ungur formaður Sjálfstæðisflokksins og síðar forsætisráðherra. Þetta var á þeim árum sem það þótti fínt að draga kornunga krakka og setja þá til forystu í fyrirtækjum, stofnunum og félögum. Menntunin skyldi koma í stað reynslu og þroska. Þessi tilraunastarfsemi brotlenti hérlendis eins og víðar. Þorsteinn var étinn af hákörlunum í pólitíkinni og þeir spýttu honum út úr sér eins og sveskjusteini.
Þorsteini var síðan skilað sem formanni Sjálfstæðisflokksins og eftir stuttan stans í almennum ráðherradómi, þar sem hann var m.a. leiðitamur af auðmönnum, gerðist hann sendiherra og stóð sig þar ekki verr en hver annar.
Þegar átökin voru hvað hörðust á milli Jóns Ásgeir, hins saklausa og Davíðs Oddsonar sem þá var forsætisráðherra, er Þorsteinn keyptur í stól ritstjóra Baugs-fréttablaðsins. Skyldi Þorsteinn þannig öðlast tæki til að gera upp slaginn við Davíð um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins, jafnframt að auðvelda flótta Jóns Ásgeirs. Undir ritstjórn Þorsteins voru skrifaðar lofræður um útrásarvíkingana og undurfagra hárlokka Jóns Ásgeirs.
Þegar hrunið skall á og Jón Ásgeir kom undan lambsgærunni, var ekki lengur þörf fyrir Þorstein, Sveskju-Steina aftur spýtt, enda hans ekki lengur þörf.
Hópur Íslendinga hefur í alllangan tíma efast stórlega um hæfileika íslenskra stjórnmálamanna til þess að stjórna landinu og vilja gagna í ESB. Þar fer Þorsteinn Pálsson fremstur í flokki, minnugur stjórnartíðar sinnar. Farið er út í átak Sammala.is og í það eytt miklum fjármunum, í auglýsingar og heimasíðu. Átakinu er síðan rústað af ungum auralausm manni með osammala.is. Einsamall kláraði þessi ungi maður ESB átakið, en fékk í staðinn heimsóknir tölvuharkara.
Nú skal stofna stjórnmálaflokk. Fyrstur til að kynna flokkinn kemur Gunnar Guðbjörnsson bloggari. Gunnar var hér á árum áður vel liðtækur söngvari. Af bloggi hans að ráða er mjög erfitt að sjá hvaða ástæðu hann telur sig hafa upp á dekk stjórnmálanna. Fyrstu viðbrögð þeirra sem eru hægrisinnaðir ESB sinnar eru: ,,Nei, ekki hann". Þá kemur stóra bomban. Sigurjón Egilsson frá Sprengisandi, kynnir til leiks sam-Baugspenna sinn Þorstein Pálsson. Þorsteinn lýsir því hversu mikil þörf er á nýjum flokki til þess að koma stjórnun landsins til Brussel. Hann sé hins vegar ekki á leiðinni aftur í pólitík, en það var falskur tónn í röddinni, sem sagði, ,,nema að fjöldi manns skori á mig".
Það gefst nánast alltaf ílla að draga upp drauga úr fortíðinni til þess að leysa vanda nútímans. Það er tímaskekkja. Þorsteinn ætti að halda sig við skriftir, en hann er ennþá vel ritfær. Draugar eru þeir kallaðir sem ganga aftur. Þeir eru alltaf til óþurftar.
Bloggar | Breytt 27.12.2010 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 26. desember 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10