Fallegu jólagjafirnar

Afskaplega góð jól, það sem komið er. Hátíðleg, með boðskap, góður matur og samvera fjölskyldunnar. Æ oftar heyrir maður að fólk hefur hætt jólagjafakapphlaupinu, og sett ný viðmið. Fjölskylda vinarfólks okkar tók upp þann sið að eingöngu yrðu gefnar heimatilbúnar gjafir milli systkina og barna þeirra. Þá komu í ljós miklir listamenn og hönnuðir. Fjölskyldan kemur saman á jóladag og þá eru gjafir gefnar. Nú í fyrsta skipti voru þær einnig í formi söng og leiklistar. Það má enginn heyra á það minnst að leggja þetta af. Það er komin hefð og það verður bara skemmtilegra.

Minnist fimmtugsafmælis vinar míns frá Bíldudal. Þar sem fólk kom saman til þess að skemmta hvort öðru. Þá spruttu fram hver snillingurinn á eftir öðrum. Þessi mögnun sem við ,,þiggjendur" vitum vart hvað er.

Jólagjafir sprottnar úr slíkri mögnun eru fallegustu jólagjafirnar.  


Bloggfærslur 27. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband