Sjálfsniðurlæging

Það þarf ákveðinn manndóm til þess að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Staðreyndin er sú að sé það gert af heilum hug, er yfirsjónin fljótt gleymd. Ef afsökunarbeiðninni fylgir hins vegar að gerandinn beri ekki ábyrgð á yfirsjóninni, sökin sé annarra eða leitast er  til að fá vorkunn hjá þeim sem afsökuninni er beint að, er betra að biðjast ekki afsökunar. Virðing afsökunarbeiðandans er komin niður á aumingjastigið.

 Hvenær hafa forystumenn Samfylkingarinnar haft manndóm til þess að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut? Allt er öðrum að kenna. Nú er afglöpin ekki Samfylkingunni að kenna, heldur að hafa farið í ,,trans" í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, og því var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að Samfylkingin gerði mistök. Samfylkingin var undir ,,áhrifum" frá Sjálfstæðisflokknum. 

Ég sendi  vinum mínum úr Samfylkingunni  samúðarkveðjur. Það hlýtur að vera skelfilegt að sitja upp með flokksforystu sem ekki getur gert nokkurn skapaðan hlut rétt. 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband