Silfur Egils tekur upp hlutleysisstefnu.

Silfur Egils hefur að sögn, ósaðfest, ákveðið að taka upp hlutleysisstefnu. Þátturinn hefur í vaxandi mæli snúist um að draga  fólk í þáttinn sem er sammála þáttastjórnandanum Agli Helgasyni. Gestir verða að vera  á línu mitt á milli VG og Samfylkingar. Áður fyrr kom oft fyrir að vart yrði við gagnrýna hugsun í þáttunum, en slíkt þekkist vart lengur.

Ég er alveg hættur að horfa á Silfur Egils í beinni. Stundum koma góðir gestir hjá Agli, en meir og meir minnir Egill mig á stelpurnar sem eltu hljómsveitirnar hér í gamla daga. Þær gerðu allt til þess að vera í návist stjarnanna, komu líka naktar fram. Egill slefar og kinkar kolli allt eftir því sem ,, mikilmenni hans" óska eftir, e.t.v. kemur hann líka nakinn fram. 

Í dag kom Jón Baldvin í heimsókn. Til þess að halda jafnvægi ætlar Egill að sögn, að fá Davíð Oddson í heimsókn næst. Sama hversu trúgjarn ég er, trúi ég ekki, alls ekki. Næsti bókadómari verður  annað hvort Steingrímur Sigfússon eða Svavar Gestsson. Það tónar  við Silfur Egils. Ég trúi ekki á hlutleysisstefnu Egils Helgasonar.


Bloggfærslur 5. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband