Setja þarf viðurlög við að falsa fjárhagsáætlun sveitarfélaganna!

Nú er tími fjárhagsáætlanagerða sveitarfélaganna. Þetta er ótrúlega mikilvæg vinna, en þá kemur á óvart hversu margir sveitarstjórnarmenn hafa ekki græna glóru, hvað fjárhagsáætlun yfirleitt er, hvað þá síður þá verkþætti eða  þá vinnu sem leggja þarf fram til þess að vönduð fjárhagsáætlun verði að veruleika. Stjórnendur flestra sveitarfélaganna nota fjárhagsáætlanirnar sem stjórntæki. Menntasvið fær svo og svo miklar tekur og áætlar svo og svo mikil gjöld og leitast við að halda sig innan rammans. Til þess þarf virkt eftirlit. Það er því alvarleg fölsun þegar sveitarstjórnarmenn vitsvitandi setja inn tölur inn í áætlanir sem ljóst er að muni ekki standast.

Ég hef reynt að kynna mér fjárhagsáætlanagerð í mínu sveitarfélagi Kópavogi  síðastliðin ár. 2008 sýndu bæjarstjórnin mikla ábyrgð með því að standa saman að fjárhagsáætlun. Ekki verður séð annað en mjög vel hafi til tekist. Niðurskurður og aðhald gerði það að verkum að útkoman var mjög ásættanleg. 

Annað var uppi á tenginum 2009. Fór á fund í lok árs þar sem nýr bæjarstjóri Gunnsteinn Sigurðsson boðaði yfirferð yfir fjárhagsáætlun. Auðvitað er það svo að bæjarfulltrúar skipta með sér verkum, og eftir fundinn var ljóst að Gunnsteinn hafði ekki valið sér fjárhagsáætlanir sem aðalfag. Hann hefur þó örugglega heyrt á fjárhagsáætlun minnst, einhvers staðar, þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir til hvers slíkir hlutir yrðu notaðir. 

2009 var ár samstarfs í fjárhagsáætlanagerðar hjá bæjarfulltrúunum í Kópavogi, án Gunnars Birgissonar, sem er þó sennilega eini bæjarfulltrúinn sem hefur einhverja hugmynd um hvað fjárhagsáætlun fjallar. Hætta er á að niðurstaðan verði að Bæjarsjóður Kópavogs verði rekinn með mun verri útkomu en áætanir bentu til. 

Hver er ábyrgð bæjarfulltrúa? Segja þeir af sér? Það verða þeir að svara hver og einn. Bæjarfulltrúarnir í Kópavogi sem báru ábyrgðina voru: 

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: 

Gunnsgeinn Sigurðsson

Ármann Ólafsson 

Sigurrós Þorgrímsdóttir

Margrét Björnsdóttir

Ragnheiður K. Guðmundsdóttir

 

Fyrir Framsóknarflokk

Omar Stefánsson 

 

Fyrir Samfylkingu 

Guðríður Arnardóttir

Hafsteinn Karlsson

Jón Júlíusson

Flosi Eiríksson

 

Fyrir VG 

Ólafur Þór Gunnarsson 

 


Bloggfærslur 8. desember 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband