1.2.2010 | 23:53
Spunameistar Samfylkingarinnr taka yfir RÚV
Samkvæmt frétt á RÚV í dag kemur fram að meirihluti ætli að segja nei við Icesave. Þetta kemur nú ekki á óvart, en í mínu héraði hefði þetta þýtt að rétt rúmlega 50% ætlaði að fella samninginn. Við lestur fréttarinnar kemur hins vegar í ljós að samkvæmt könnun Gallups ætluðu 61% að segja nei, en aðeins 30% já. Samkvæmt mínum útreikningum þýðir þetta að rúm 2/3 þjóðarinnar ætlar að setja nei við Icesavesamningum. Mín niðurstaða er sú að spunameistarar Samfylkingarinnar kunna ekki að reikna, og eru okkar mesta ógn við lýðræðið í landinu.
Fréttin er hér að neðan.
Meirihluti ætlar að segja nei

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar ætlar sér að fella Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Flestir eru á því að forsetinn hafi gert rétt í því að neita að skrifa undir.
61% aðspurðra telur Ólaf Ragnar Grímsson hafa gert rétt í því að skrifa ekki undir Icesave-lögin í byrjun janúar. Tíundi hluti hefur enga sérstaka skoðun á málinu en innan við þriðjungur telur ákvörðun hans hafa verið ranga. Stuðningur við ákvörðun forsetans hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Í upphafi taldi rúmur helmingur hann hafa gert vitleysu, en rúm 40% voru sammála ákvörðun hans.
Gallup valdi 5.600 manns handahófskennt út úr viðhorfahópi sínum til að spyrja um Icesave og ákvörðun forsetans. Tveir þriðju svöruðu á tímabilinu 20. til 26. janúar. Rúmlega einn þriðji telur það hafa slæm áhrif á þjóðarhag að forsetinn hafi neitað að skrifa undir. Álíka hópur að það hafi haft góð áhrif en tæpur þriðjungur er á því að synjunin hafi engin sérstök áhrif á hag þjóðarinnar.
Stefnt er að því að þjóðin greiði atkvæði um Icesave lögin sjötta mars. Þá ætlar meirihluti fólks, eða 61%, að segja nei samkvæmt könnun Gallup. 30% hyggjast segja já og 4% hyggjast skila auðu. Andstaða við samningana hefur aukist jafnt og þétt frá því að forsetinn synjaði lögum um þá staðfestingar í byrjun janúar.
Bloggar | Breytt 2.2.2010 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2010 | 19:52
Leiðtogi fallinn frá
Það er ekki sjálfgefið að stjórnmálamenn séu miklir leiðtogar. Reyndar er það afar fágætt. Leiðtoginn þarf að geta hlustað, og laðað það besta fram í hverjum og einum. Nota lýðræðið til þess að fá fram sem bestu lausnir. Þetta gerði Steingrímur afar vel. Þjóðarsáttin fræga var gerð í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar. Hann vakti mikla athygli þegar hann flutti langa ræðu í eldhúsdagsumræðum án þess að þurfa að líta á blöðin, flutningurinn einstakur. Hann átti sér hugsjónir og hafði kjark til þess að berjast fyrir þeim.
Blessuð sé minning Steingríms Hermannssonar.
![]() |
Steingrímur Hermannsson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. febrúar 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10