Í kaffi hjá Láru

Það eru fimm ár síðan mér var fyrst boðið í kaffi til Láru. Tvisvar í mánuði koma gestir til Láru og ræða þjóðmálin. Hvernig er hægt að stuðla að betra Íslandi. Umræðurnar hófust löngu fyrir hrun. Góður vinur minn tók mig með, vitandi að umræðuefnið þá var virkjanir, álver og nýting auðlindana. Hann taldi mig full hallan undir það að virkja og stóriðju.  

Það hefur verið tekið afar gagnrýnið á málum. Þó að aldrei sé rætt á flokkpólitískum línum, fann ég að ég var grunaður um að fylgja Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki að málum. Sá fyrrnefndi er eitur í beinum hluta kaffigesta. Það varð mitt hlutskipti að taka fyllilega undir gagnrýni á Davíð Oddson og Geir Haarde, og Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson og Guðna Ágústson. Hins vegar benti ég á að gagnrýnin hugsun hlyti einnig að sjá þá jákvæðu þætti sem þessir menn kæmu fram með. Mér fannst stundum eins og að ég væri í varnarstöðu, því margir kaffigesta áttu erfitt með að sjá neitt jákvætt sem þessir flokkar og forystumenn þeirra höfðu fram að færa.

Nú hefur þetta snúist við. Flest okkar tóku þátt í mótmælunum á Austurvelli þó í mjög mismiklu mæli væri. Við vildum meiri heiðarleika, meira lýðræði og að unnið yrði fyrir opnum tjöldum. Nú er það ég sem spyr erfiðu spurninganna. Hvar er atvinnusköpunin? Hvar er skjaldborgin? Hvar er lýðræðislegri og opnari stjórnarhættir.  Hvar eru aðgerðirnar. Hvar er heiðarleikinn. Aðeins einn er hættur að koma. Það er sá sem fór á listann í síðustu kosningum. Hann var sá kjaftforasti þar til eftir að minnihlutastjórnin hafði lokið hlutverki sínu, og núverandi stjórn tók við. Eftir kosningar fannst honum að sýna þyrfti umburðarlindi. Eitthvað sem hann skorti algjörlega. Síðan varð hann reiður og nú er hann horfinn.

Mín tilfinning er að hópurinn sem fer í kaffi hjá Láru sé meira og minna orðið svokallað lausafylgi. Fjórflokkarnir þurfa standa sig vel til þess að ná til þessa hóps. Spunaneistarnir ná ekki til okkar. Engin okkar vill samþykkja Icesave.Þessi ríkisstjórn fær falleinkunn.   Við erum hins vegar ekki á einu máli hvað ætti að taka við. Þjóðstjórn eða utanþingstjórn.  


Bloggfærslur 14. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband