Forsetinn slær í gegn!

Forseti Íslands hefur slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni. Hvernig má það vera þegar aðeins 1,7% þjóðarinnar töldu hann hæfan til þess að leiða íslensku þjóðina út úr erfiðleikunum fyrir nokkrum mánuðum? Jú, Ólafur Ragnar Grímsson hitti á rétta tóninn, hann virti lýðræðið, vilja þjóðarinnar og endurvann traust þjóðarinnar. Hann gerði gott betur. Hann kemur fram í erlendum fjölmiðlum og kynnir málstað okkar í erfiðri stöðu, sem núverandi ríkisstjórn er gjörsamlega fyrirmunað að gera og að því sem best verður séð hefur engan vilja til þess að gera.

Útspil forsætisráðherra okkar Jóhönnu Sigurðardóttur er að fara til Brussel. Við héldum til þess að fá stuðning við málstað okkar varðandi Icesave. Nei aldeilis ekki tilgangurinn var að ná því fram að aðildarviðræðuumsókn okkar í ESB verði tekin fyrir. Hún nær því fram og fagnar, en þjóðin verður öskuíll. Hvernig stendur á því að þessi forsætisráðherra okkar sem eitt sinn hafði stuðning 65% þjóðarinnar, en við síðustu mælingu hefur ekki einu sinni stuðning síns eigin flokks vogi sér að beita sér í málefni gegn vilja þjóðarinnar, þegar þjóðn taldi hana vinnað að hagsmunm heildrinnar. Þjóðin fékk að vita að Jóhanna hefði farið í frí, og meginþorri okkar óskaði þess  að það frí yrði til frambúðar. ´

Þó að mér persónulega sé afar hlýtt til Jóhönnu Sigurðardóttur sem fyrrverandi félagsmálaráðherra. Vissi um einlægan vilja hennar til þess að vinna að málefnum skjólstæðinga sinna af heilindum, hefur hún brugðist í hlutverki forsætisráðherra, nei gat ekki staðið sig í hlutverki sem hún vildi ekki og gat aldrei staðið undir væntingum til það að vera leiðtogi.

Þjóðin lætur ekki spunameistara ljúga að sér, til þess er lýðræðið of sterkt. Þeir geta sent Jóhönnu í litgreiningu, við trúum ekki. Forseti okkar hefur þrátt fyrir að þjóðin hafi ekki alltaf verið sátt við hann komið til baka og sameinar þessa þjóð.

Baráttan gegn ESB er öflugri en nokkru sinni. Alþingi á að draga umsóknina til baka. Það getur verið innlegg fyrir Forseta Íslands, fyrst stjórmálamenn okkar skilja ekki skilaboðin sem þjóðin sendir þeim.


Bloggfærslur 16. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband