Jóhanna segi af sér umsvifalaust!!

Það er með ólíkindum hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á Icesavemálinu. Steingrímur sagði að honum hafi verið falið það vandasama verkefni að semja um málið, og það gerði hann með því að draga fram tvo afdankaða kommúnista úr holum sínum og senda þá til Bretlands. Þar vissu þeir hvorki í þennan heim né annan og komu heim með öngulinn í rassinum. Þingmenn áttu síðan að samþykkja herlegheitin óséð. Í stað þess að viðurkenna þessi mistök hefur Steingrímur verið í feluleik, sem passar ágætlega því að Jóhanna hefur verið varla sést opinberlega síðan hún tók að sér verkefni forstæðisráðherra.  

Ríkisstjórninni hefur verið fyrirmunað að kynna málstað Íslands erlendis. Þau sem  hafa staðið sig í stykkinu eru Ólafur Ragnar Grímsson, sem er hataður af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar fyrir vikið, Eva Joly sem m.a. fékk ákúrur frá fjölmiðlafullra forsætisráðherra fyrir vikið og Icesave hópurinn sem ríkisstjórnin lítur á sem óvin. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar Anne Sibert og Þórólfur Matthíasson gera hvað þau geta til þess að skaða málstað Íslands.

Nú kemur Jóhanna Sigurðardóttir fram úr fylgsni sínu, og þá til þess að tjá sig við Times þar sem fram kemur að hætta sé á að Ísland  einangrist. Þá segir Jóhanna verðandi þjóðaratkvæðagreiðslu vera geta orðið markleysu þar sem betra tilboð liggi fyrir. Það að forsæisráðherra Íslands vogi sér að tala gegn málstað Íslands erlendis er næg ástæða fyrir umsvifalausri afsögn, en þegar hún síðan vogar sér að draga úr áhrifum á væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu hefur hún sýnt að það er brýnasta verkefni Íslendinga í dag að losna við hana úr stóli forsætisráðherra. Sjá


Er von á aðstoð frá Íslandi við málstað Breta og Hollendinga

Það kæmi ekki á óvart ef Þórólfur Matthíasson prófessor finni hjá sér sérstaka þörf til þess að rita greinar í Bresk og Hollensk blöð til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Skoðunum sem falla að málflutningi Breta og Hollendinga, gegn íslenskum málstað. Það væri þá sjálfsagt gert til þess að sýna að við höfum svo mikinn áhuga á aðstoð við samfélag þjóðanna.
mbl.is Times: Hætta á einangrun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband