Veik lýðræðishefð Íslendinga

Nú er verið að kjósa í prófkjörum víða um land. Víða fóru rekstur sveitarfélaganna úr böndunum á þenslutímanum og reksturinn mótaðist oft af því viðhorfi að nóg væri af fjármagni. Farið var í gæluverkefni, starfsfólk ráðið og farið í fjárfestingar sem stundum engin glóra var í. Vegna þenslunnar var meira til af fjármagni en áður hafði þekkst. Aðhald sveitarstjórnarmanna var með rekstri sveitarfélaganna var oft mjög ábótavant, aðhald fjölmiðla ómarkvisst og aðhald íbúanna nánast í mýflugumynd.

Við treystum oft kjörnum fulltrúum okkar til þess að ,,sjá um  málið". Það viðhorf ber vott afar veikt lýðræði. Þegar undir teppið er skoðað hjá bæjarfulltrúunum þá kemur oft annað fram en þeir vilja halda að okkur kjósendum. Margir sveitarstjórnarmenn  eru orðnir svo óvanir eðlilegri aðhaldi frá almenningi að þegar þeir fá gagnrýni, þá bregðast þeir oft illa við og mörg dæmi þess að þeir leita leiða til þess að ,,hefna sín" á viðkomandi kjósendum.

Eðlilegt væri að fjölmiðlar tækju þátt í eðlilegri gagnrýni á stjórnmálamenn, en við núverandi aðstæður er slíkt nánast ógjörlegt. Oftar en ekki er á bak við hverja gagnrýni, aðrar ástæður ráðandi en að veita aðhald.

Gagnrýni gæti einnig komið á milli flokka. Milli minnihluta og meirihluta. Rekstareiningar sveitarfélaganna ættu síðan að fá  aðhald frá sveitarstjórnarmönnum. Það er víða pottur brotinn hvað þetta varðar. Tökum dæmi um mitt sveitarfélag Kópavog. Þar þekkist það að í 5 manna bæjarráði hafa verið 4 af yfirmönnum bæjarins.  Sjá menn ekki fyrir sér fund þar sem í hverju málinu á eftir öðru, að bæjarfulltrúi stendur upp og segir ,,strákar nú fer ég út á meðan þið takið fyrir mál mitt, síðan kem ég inn þegar ykkar mál er tekið fyrir".

Einn nemandi sem er að skrifa doktorsritgerð í hagfræði, með áherslu á þriðja heiminn lét þau orð falla, að siðferðiskröfurnar hjá mínu bæjarfélagi væru sambærilegar og þær sem þekktist í þriðja heiminum.


Bloggfærslur 28. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband