Á aftur að reyna á traustið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom með óvænt útspil þegar hann bauðst til að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli. Slík staða er alþekkt í nágrannalöndum okkar. Sá flokkur sem er utan ríkisstjórnar en styður ríkisstjórnina hefur þá ákveðna stöðu og er hafður með í ráðum. Þetta samstarf þarf að byggjast á samstarfi, trausti og virðingu. Ekkert af þessu var til staðar. Samfylkingin gat ekki leynt fyrirlitningu sinni á Framsóknarflokknum og hér á blogginu fóru stuðningsmenn Samfylkingarinnar hamförum.

Það fer ekkert á milli mála að uppgjörið er byrjað. Kristrún Heimisdóttir tekur af skarið og útskýrir fyrir alþjóð ófagleg vinnubrögð Steingríms Sigfússonar og VG varðandi Icesave. Steingrími verður vart lengi stætt sem formanni VG mikið lengur.  VG bendir á móti með nokkrum rétti að í Samfylkingunni sé enginn leiðtogi við völd, og enginn sjáanlegur sem gæti tekið við.  Ríkisstjórninni hafi í  raun verið haldið saman af Steingrími Sigfússyni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  vildi mynda stjórn til vinstri eftir síðustu kosningar. Nú hefur hann kynnst samstarfinu, traustinu og virðingunni. Það verður að teljast afar ólíklegt að niðurstaðan verði að Framsóknarflokkurinn fari í samstarf við Samfylkingu og VG, þótt hlýir ráðherrastólarnir bíði þeirra.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband