1.3.2010 | 23:33
Eitrað peð
Bæði Samfylkingin og VG hafa gefið út að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuð andstæðingur í pólitíkinni. Þetta er fjarri sanni. Ingibjörg Sólrún átti sína erfiðustu stundir í pólitíkinni þegar VG mældist með meira fylgi en Samfylkingin í skoðanakönnunum. Þess vegna var það henni létt verk að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Það var líka Ingibjörg Sólrún sem hafnaði því alfarið að taka VG inn í ríkisstjórnina eftir hrun, þrátt fyrir sterkan vilja innan Sjálfstæðisflokksins. Það var ekki fyrr en vinstri öflin tóku yfir í Samfylkingunni að möguleiki skapaðist að mynda vinstri stjórn Samfylkingar og VG.
Eftir kosningar var eins og Samfylkingin hafi náð öllu sínu fram í stjórnarmyndunarviðræðunum. Samfylkingin fékk forsætisráðuneytið, og utanríkisráðuneytið og höfuðmálið aðildarumsókn að ESB. Þetta var flokksforystu VG mjög erfitt, sem fengu fjármálaráðuneytið auk ábyrgðarinnar að semja um Icesave. Jóhanna var vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, naut traust og virðingar. Fyrsti kvenmaður í stóli forsætisráðherra. Var öld Samfylkingarinnar runnin upp. Með inngöngu í ESB hafði Samfylkingin náð endanlegum sigri á VG sem forystuafl á vinstri og miðju íslenskra stjórnmála.
Á sama tíma og Jóhanna stjórnaði sínu liði með harðri hendi hóf hluti þingmanna VG sjálfstæða baráttu. Vinsældir Jóhönnu dvínuðu á sama tíma og Steingrímur stóð í ístöðin og virtist á tíma vera eini flokksformaðurinn sem hafði þroska til þess að vera í forystu. Enginn man lengur hverjir eru í þingliði Samfylkingarinnar, einungis dúkkur sem greiða atkvæði af hlýðni. Engin sjálfstæð skoðun. Vinsældir Jóhönnu eiga bara eftir að dvína og ekkert tekur við. Þingmenn Samfylkingarinnar eru eins og flugur fastar í kóngulóavef. Áður en ríkisstjórnin leggur upp laupana munu einhverjir þingmenn VG leggja fram þingsályktun þar sem fram kemur að aðildarumsókn að ESB verði dregin til baka. Það verður samþykkt. Þá verður niðurlæging Samfylkingarinnar algjör. Á þeim tímapunkti hefur VG tryggt sér varanlega forystu á vinstri væng íslenskra stjórnmála.
![]() |
VG stærra en Samfylkingin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2010 | 05:08
Slagurinn
Formaður VG var sigri hrósandi eftir síðustu kosningar. Kosningabaráttan hafði ekki snúist um endurreisn Íslands eftir hrun, heldur um greiðslur í kosningasjóði. Hver fréttatíminn fjallaði um framlag fyrirtækja í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. Þessar greiðslur voru ekki ólöglegar en þjóðin var viðkvæm fyrir siðferði. Þegar í lok kosningabaráttunnar í ljós kom að einstaklingar höfðu einnig fengið rausnarlegar greiðslur, þá komust þeir upp með að segja að þeir vildu ekki ræða þær greiðslur fyrr en eftir kosningar. Auðvitað var málið ekki tekið upp í fjölmiðlum eftir kosningar, því að þetta skipti ekki svo miklu máli, þegar upp var staðið. Bara pólitískur leðjuslagur.
Eftir kosningar er síðan mynduð fyrsta vinstri stjórn á Íslandi. Já alvöru vinstri stjórn, því að í henni sameinuðust til valda þeir sem ekki vildu sameiningu á vinstri vægnum í Samfylkingu úr Alþýðubandalaginu, og þeir úr Alþýðubandalaginu sem fóru í Samfylkinguna. Svona stjórn mun aldrei aftur verða mynduð á þessari öld, eða þeim næstu. Steingrímur hélt slagnum áfram með því að segja að hann tæki það verkefni að sér að semja um Icesave í boði Sjálfstæðisflokksins. Mörgum kom þessi slagsmálafræði á óvart, en þeir sem vissu um skoðanakönnun sem sýndi að margir töldu Sjálfstæðisflokknum bera mestu ábyrgðina. Slagurinn snérist því um að hitta veiku blettina.
Nú mörgum mánuðum síðar nefnir Steingrímur ekki meir að honum hafi verið falið það erfiða hlutverk að sendinefnd til að semja um Icesave, og það er ekki í boði eins eða neins. Hann nefnir ekki lengur að það sé von á glæsilegri niðurstöðu. Í byrjun slagsins var VG eini flokkurinn sem ekki var tættur. Í raun hefði það verið eðlilegast að Steingrímur hefði orðið forsætisráðherra, en á það gat Samfylkingin ekki fallist, því þeir voru stærstir. Samfylkingin hafði bara engan leiðtoga á lausu.
Bjarni Benediktsson var gagnrýndur fyrir að sýna linkind í slagsmálunum. Hluti VG ákvað að berjast á annan hátt en hefðbundinn stjórnmálaslagsmál gerðu. Það gerði Borgarahreyfingin líka, en innbyrðis átök í baklandinu tók slagkraftinn úr þeim. Framsókn hélt áfram að spila út óvenjulegum spilum, mörgum áhugaverðum en Sigmundur Davíð átti til að beyta gömlu fangbrögðunum.
Nú er slagurinn á enda kominn. Úrslitin eru ljós. Það er sennilega kominn tími fyrir aðra íþróttagrein. Fréttablaðið búið að skipta um fréttaritara. Það gætu verið að renna upp nýir tímar í íslenskri pólitík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. mars 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10