Fyrst sparkað út og svo inn?

Ögmundur Jónasson var í þeirri sérstöðu stöðu að þurfa að segja af sér að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann taldi samráð um Icesave einu raunhæfu leiðina. Jóhanna taldi það algjöran óþarfa. Eftir að ljóst var að ríkisstjórninni varð ljóst að hún gat ekki klárað Icesave, var leitað til stjórnarandstöðunnar til þess að leysa dæmið. Með hundshaus þó. Ögmundur var meðhöndlaður eins og hann væri holdsveikur. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur Ögmundur styrkst mjög. Jóhanna vill meiri einingu inn í ríkisstjórnina og vill þagga niður í Ögmundi með því að bjóða honum ráðherrasætið. Það er afskaplega ólíklegt að þetta dugi til. Það er komið nýtt landslag. Ögmundur getur gert kröfur. Það er ólíklegt að Jóhanna Sigurðardóttir vilji slíkar málamiðlanir. Það er líka ólíklegt að þetta útspil dugi til. Brestirnir í ríkistjórnarsamstarfinu eru orðnir of miklir. Það þarf meira en hjónabandsráðgjafa til þess að lagfæra það sem farið hefur úrskeiðis. Ögmundur þarf ekki inn, en ríkisstjórnin þarf á honum að halda. Því getur hann gert kröfur. Vill hann utanríkisráðherrastólinn? Hvað vill hann fyrir annað af sínu fólki? Ögmundur vill ekki að honum verði sparkað inn að nýju.

Er frekjan nú, ganglegur eiginleiki?

Almenningur vill að flokkarnir á Alþingi vinni saman að því að finna lausn á Icesavelausninni, og setji þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Skoðum aðeins þegar Steingrímur sendi Svavar og félaga út í byrjun. Ekki var ljóst til hvers sú ferð var farin, því Steingrímur upplýsti Alþingi að ekki stæði til að ganga frá samningi. Svo verður þetta vandræðalegt því Svavar er á leiðinni heim með glæsilegu niðurstöðuna. Þegar heim var komið átti Alþingi að samþykkja samninginn óséðan, og það voru allmargir stjórnarþingmennirnir tilbúnir til að gera. Síðan kom langur tími til þess að fá gögnin á borðið og á þeim tíma rann upp fyrir hluta VG og stjórnarandstöðunni og hér hafði efnahagur íslensku þjóðarinnar verið settur í stórhættu.

Við þessar aðstæður var sannarlega þörf fyrir samráð, en hver átti að stýra því samráði. Hver var til þess hæfastur. Jóhanna Sigurðardóttir? Hún hefur sannarlega fengið orð fyrir að vera dugleg, og hugsjónamanneskja, en hún hefur aldrei fengið orð fyrir að vera auðveld í samstarfi eða lipur í mannlegum samskiptum. Lýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar á færni Jóhönnu í að vinna með öðrum, t.d. sem ráðherra í ríkisstjórn eru eftirminnilegar. Hún sleppir sér, stappar niður fótum, skellir hurðum, fer í fýlu. Að þessu leiti er hún það sem kallað er frekja. Gera verður greinarmun á frekju og ákveðni. Þó frekja geti sannarlega komið sér vel á hún varla við hér.

Það var ekki Jóhanna Sigurðardóttir, eða Steingrímur Sigfússon sem fékk stjórnarandstöðuna í því að lagfræða þessa samninga. Það var hluti VG sem það gerði. Jóhanna var brjáluð. Gamlir taktar tóku sig upp. Ögmundur Jónasson varð að segja af sér, fyrir það eitt að fá menn í samráð. Þingflokkur Samfylkingarinnar stóð einhuga í því að vilja samþykkja afarsamninginn.

Aftur þegar samninganefndin var send út var það gert án samráðs við stjórnarandstöðuna. Að vísu var Svavar ekki sendur með. Hann var lokaður í skammarkróknum hér heima. Aftur er komið heim og nú er það ekki glæsiniðurstaða Svavars, heldur Indriða. Nú skal þetta í gegn með góðu eða illu. Það fór afskaplega lítið fyrir samráði. Meirihlutinn sendi nægjanlega marga órólega í frí og keyrði málið í gegnum þingið.

Þá kemur að þætti Ólafs. Aftur kemur frekjuþáttur Jóhönnu fram. Í stað þess að sætta sig við niðurstöðuna missir hún sig. Aftur kemur hluti VG til hjálpar og samráðsferli fer í gang. Jóhanna viðurkennir ,,undir þrýstingi" að mistök hafi verið gerð varðandi skipan samninganefndarinnar. Eina leiðin til þess að bjarga ríkisstjórninni er að fá nýja samninganefnd og byrja að vinna með stjórnarandstöðunni. 

Í öllu þessu ferli hefur Jóhanna átt afar erfitt með sig. Nú við að klára þetta mál, leggur Jóhanna áherslu á hlýðni innan stjórnarflokkana. Það bendir ekki til þess að áhersla sé lögð á samráð. Jóhanna telur að leiðin sé að stappa niður fætinum, krefjast hlýðni, og ,,segja það er ég sem ræð". Úrslit þjóðaratkvðagreiðslunnar segir minnihlutanum í VG ekki að þau eigi að hafa hægt um sig. Niðurstaðan í þessu máli verður ekki fengin fram með verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er komið tími til þess að setja hana í skammarkrókinn eins og gert var með Svavar. Annað hvort tekur Dagur Eggertsson, Árni Páll, eða Kristrún Heimisdóttir við verkstjórn í þessu máli, eða VG.

Frekja og samráð fara nefnilega illa saman. 


mbl.is Samstarf orðið aukaatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband