11.3.2010 | 23:46
Að biðjast afsökunar
Það hefur vakið sérstaka athygli hversu erfitt það er fyrir forráðamenn í íslensku samfélagi að biðjast afsökunar í kjölfar hrunsins. Mig minnir að Geir Haarde hafi gengið lengst í því að biðjast afsökunar með því að takmarka það við það að ,, ef við höfum eitthvað gert rangt". Arftaki hans Bjarni Benediktsson hafði þann dug að biðjast afsökunar fyrir þátt Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Eftir því var beðið. Útrásarvíkingarnir hafa verið á harðahlaupum undan sinni ábyrgð, þó á því séu þó til undantekningar. Það á við um fleiri. Jóhanna Sigurðardóttir tekur líka til fótanna þegar hrunið er nefnt. Hún hefur ekki beðist afsökunar á þætti Samfylkingarinnar svo ég muni. Næst því er að tala um að þau hafi verið svo lítil og vitlaus, sem vel getur verið satt, en þau sjálf hefðu gott af því að biðjast afsökunar. Sigmundur Davíð hefur rætt afsökunarbeiðni, en mætti koma henni betur á framfæri. Forveri hans Steingrímur Hermannsson var ekki fullkominn, en þegar hann gerði mistök viðurkenndi hann það heilshugar og fékk virðingu fyrir.
Allri þjóðinni er lóst að mjög alvarleg mistök voru gerð við upphaf Icesavesamninganna, bæði með því að senda Svavar og Indriða út, en síðan ekki síður að reyna að fela mistökin. Jóhanna hefur næst því komist nálægt því að biðjast afsökunar með því að viðurkenna að það hafi verið mistök að senda óhæfa samninganefnd út, en afsökunarbeiðnin kom ekki. Steingrímur Sigfússon baðst hins vega ekki afsökunar. Hann forherðist bara og kennir öðrum um. Með því gerir hann lítið úr sjálfum sér og dregur úr þeirri virðingu sem hann hafði utan síns flokks.
Fólk kann að meta það þegar beðist er afsökunar á mistökum. Sá sem það gerir sýnir auðmýkt, en uppsker virðingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 20:30
Að beita lögum
![]() |
Lög leysa engan vanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2010 | 07:01
Reiði Samfylkingarinnar
Horfði á stórmerkan þátt með Sigmundi Erni á INNTV í gærkvöldi. Það var reiður Sigmundir Ernir fjallaði um atvinnuleysið. Þetta væri algjörlega ólíðandi. Harmleikur fyrir alla þá sem atvinnuleysið snertir. Gestur Sigmundar var Kristján Möller sem sagði okkur frá því að þrátt fyrir hrun væri verið að eyða meiru í vegagerð en oftast áður. Í fyrra hefði þannig verið að eyða umtalsverðum fjármunum í Héðinsfjarðargöng og samgöngumannvirkjagerð skapaði atvinnu.
Sigmundur Ernir sagði að atvinnuleysið væri ekki ríkinu að kenna, ríkisstjórnin væri að gera sitt í atvinnuuppbyggingunni, en það væru sveitarfélögin og fyrirtækin sem væru að bregðast!!!!!
Ég sperrti upp eyrun og horfði á Sigmund Erni með athygli. Var hann undir ,,á einu augabragði" áhrifum? Ef Samfylkingarmenn tækju upp á því að drekka vatn svona til tilbreytingar, ættu einhverjir góðviljaðir að benda þeim á að ríkisstjórnin er stjórnað af Jóhönnu Sigurðardóttir og þaðan ætti forysta í aðgerðum gegn atvinnuleysi að koma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 11. mars 2010
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10