Fiskur eða kjöt?

SFÞ, hófu viku verslunar og þjónustu í vikunni. Vika verslunar og þjónustu átti að hvetja fólk til þess að koma hjólum efnahagslífsins í gang, væntanlega til þess að kaupa meira. Í þessu tilefni var útbúið eitthvað það vandræðalegasta fréttaskot sem um getur. Haft er viðtal þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er að versla í Melabúðinni. Hún tekur öskju af sveppum, og kexpakka, þá spyr fréttamaðurinn hvort Jóhanna hafi breytt eitthvað í innkaupum sínum eftir hrunið. Já, sagði Jóhanna helgarsteikin sé nú ekki sjálfgefin, og síðan biður hún um silung. Nú veit ég ekki hvaða skilaboð þetta áttu að vera. Silungurinn hugsanlega betri ef Jóhanna er í megrun, eða voru þetta skilaboð um að minnka notkun á landbúnaðarafurðum. Allt viðtalið átti að vera afslappað, en varð afar vandræðalegt.

Jóhanna hefur eflaust ekki ætlað að senda út nein skilaboð. Vandamálið er bara að hún kunni ekki hlutverkið. Hún gerir það heldur ekki í sínu aðalstarfi. Allar aðgerðir eru vandræðalegar. Það að hún kaus ekki í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það þegar hún sagði þjóðinni að strax eftir kosningahelgina væru samningsdrög tilbúin. Það þegar hún reiddist Ólafi Ragnari eða Ögmundi Jónassyni sem hún nú þarf að taka inn í ríkisstjórnina aftur.

Það er ekki hægt að leika að vera forsætisráðherra. Ef þú þekkir ekki hlutverkið, þá virkar það vandræðalegt. Meira að segja einfaldir þættir eins og að kaupa í matinn verða þá hjákátlegir.


Er atburðarásinni alfarið stjórnað af ,,spunameisturum"

Sigmundur Davíð er með mjög áhugaverða grein á visi.is

 

 sigmundur davíð

Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum.

Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum.

Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för.


Bloggfærslur 13. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband