Hvað þýddi þjóðaratkvæðagreiðslan?

Strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave fór að bera á því að einhverjum var ekki ljóst um hvað var kosið. Þar sem þetta vefst fyrir fólki skulum við skoða málið:

Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar.

Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?

Svarkostirnir eru tveir:

Já, þau eiga að halda gildi

Nei, þau eiga að falla úr gildi

Sem sagt meirihluti Alþingis hafði samþykkt lög, en Forseti Íslands neitaði að skrifa undir þau. Ef kjósendur segðu já, þá voru þessi lög tekin í gildi og ríkisábyrgð var komin á þann samning sem gerður hafði verið við Breta og Hollendinga. Ef við sögðum nei voru þessi lög fallin úr gildi og nýtt tækifæri gafst til þess að semja betur.

 Fyrir kosningarnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að þessar kosningar væru markleysa. Nú, já. Hentaði henni ekki það að málið  yrði borið undir þjóðina. Steingrímur Sigfússon hafði sagt að hann stæði og félli með Icesave. Það stóð auðvita ekki því kosningarnar voru líka markleysa í hans huga, þar sem verið var að fella samning sem hann bar ábyrgð á. Jóhanna sagðist ekki ætla að kjósa og gaf þar með skýr skilaboð um að stuðningsmenn hennar ættu að sitja heima. Steingrímur kaus heldur ekki. Það er því auðvitað mjög eðlilegt að auk hinnar skýru niðurstöðu kosninganna að málið sé mikill ósigur Jóhönnu og Steingríms.

Þrátt fyrir að um 94% kjósenda hafi sagt nei, koma nú  sjálfskipuðu ,,sérfræðingarnir" fram og reina að gera lítið úr niðurstöðum kosninganna. Nú dregur Egill Helgason Jón Ólafsson í viðtal, sem mest allt var fullt af órökstuddum dylgjum. Hann sagði kosningarnar óljósar, og líkti þeim við kosningar í alræðisríkjum. Sumir kjósenda væru að fella samningana vegna þess að þeir væru á móti því að greiða fyrir Icesave og hina sem teldu að hægt væri að gera betri samninga.

Jú, jú, en samkvæmt lögunum bar að kjósa um hvort lögin myndu standa eða ekki. Alveg skýrt. Þeir sem kusu Jóhönnu Sigurðardóttur geta líka kosið hana af mismunandi ástæðum. Einn hópur kýs Jóhönnu vegna þess að hún hefur verið fylgin sér við að berjast fyrir þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, aðrir kjósa hana af því að hún hefur þótt dugleg, þriðji hópurinn kýs hana því að hún er fulltrúi fyrir samkynhneigða og svo gæti einhver hópur kosið hana af því að hún hefur lögulegan bossa. Þegar Jóhanna er kosin, þá geta kjósendur haft misjafnar ástæður en það sem gildir er að Jóhanna var kosin, fremur en einhver annar og það gildir.

Tilraunir ,,sérfræðinganna" er aumkunarverð tilraun til þess að gera lítið úr þjóðinni. Það voru margir sem stóðu í lappirnar í þessu máli. Það var Ólafur Ragnar, það var Ögmundur, það var Eva Jolý og nú er nýjasti félaginn Össur Skarphéðinsson. Það liggur við að maður fyrirgefi Össuri að hafa stutt ömurlega Icesavesamninga allan tímann. Þetta er spurningin um að standa með þjóðinni. 

Það var ekki kosið um hvort ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Fari hún ekki að standa sig, og hysja upp um sig brækurnar getur verið að þjóðin segi skoðun sína afar skýrt. Það mun þá gerast fyrr en síðar. Það mun þá ekki þýða að eitt eða neitt með Icesave, heldur að heildarframmistaða ríkisstjórnarinnar hafi verið  óviðunandi. 


mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband