Undir þrýstingi

Fyrir nokkru síðan sagði Jóhanna Sigurðardóttir að eftiráséð hefði það verið skynsamlegra að fá betri menn til þess að semja fyrir okkur í Icesavedeilunni. Svavar Gestsson sá strax að hér hafði Jóhanna talað af sér og sagði að hún hefði sagt þetta undir þrýstingi fjölmiðlanna. Það sem hún raunverulega vildi segja var að auðvitað var Svavar sá besti, meira að segja sá allra besti. Hvernig gæti Svavar tekið við forsetaembættinu ef hann hefði ekki verið sá besti?

Nú kemur Árni Páll Árnason fram og Sigmar Gunnarsson saumar að honum. Í lokin viðurkennir Árni Páll að hann hafi persónulega farið inn í bankana til þess að vinna í mörgum málum. Ég hafði alveg misskilið þetta, því mér heyrðist ráðherrarnir ítrekað hafa sagt að þeir beittu sér alls ekki í einstökum málum. Það væru mál bankanna, þetta væru alltaf almennar aðgerðir. Nú kemur örugglega einhver fram og segir að Árni Páll hafi alls ekki farið inn í bankana til þess að beita sér í einstökum málum. Annars gætum við farið að gruna að meðferðin á Baugi væru að einhverju leiti undir áhrifum frá ríkisstjórninni. Þeir sem hafa verið að velta fyrir sér hvað ríkisstjórnin hafi verið að gera á undanförnum mánuðum vita það nú. Ráðherrarnir hafa verið í bönkunum.


Bloggfærslur 16. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband