Þið eruð ekki þjóðin!

Svarið hennar Ingibjargar í Háskólabíói eru fleyg. Seinna sagði hún að þau hafi verið sögð í miklu ójafnvægi og hún hafi séð eftir að hafa látið þau falla. Að hluta til voru þau hins vegar alveg hárrétt. Mótmælendur halda oft að þeir hafi einir sannleikann, en svo einfalt er dæmið ekki.

Í þættinum í bítið í morgun reyndi Þráinn Bertelsson að rökstyðja listamannalaun. Þegar kom að því að lýsa mikilvægi lista fyrir gott þjóðlíf og fjölbreytt atvinnulíf kom Þráinn með mjög áhugaverð rök, en þegar hann fór að útskýra að peningarnir sem veittir væru til listamannanna hefðu svo jákvæð áhrif á efnahagskerfið því að þeir færu aftur í umferð, kom hann þeim skilaboðum vel á framfærði að efnahagsmál eru ekki hans sterka hlið.  Svo sló hann fram að þeir sem ekki styddu listamannalaun væru fábjánar. Þetta var auðvitað afar ósmekklegt af þingmanninum. Þeir sem ekki hafa sömu þekkingu og hann eru fábjánar. Er Þráinn þá fábjáni þegar hann kemur upp um sig að hafa afar litla þekkingu á efnahagsmálum? Hvað þá með smíðar, eða bifvélavirkjun? Það hefði verið hugsanlegt hjá Þráni að kalla þetta heimsku, sem hefði einnig verið gróft, eða að hluta þekkingarleysi sem hefði verið meira við hæfi. 

Afglöp Þráins í þessum morgunþætti eiga sjálfsagt eftir að vera honum dýrkeyptari en mistök Ingibjargar. Það er miður því Þráinn getur verið afskaplega skemmtilegur maður. Sjálfsagt eigum við ekki að kjósa þá félaga úr Spaugstofunni á þing. Þráinn gerði alvarleg mistök,  tími er að öllum líkindum  liðinn. 


Bloggfærslur 2. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband