Einar Karl í essinu sínu.

Allir sem þekkja til Jóhönnu Sigurdóttur vita að ræðan sem hún hélt fyrir flokkssystkini sín var ekki samin af henni sjálfri. Eins og oft áður eru fingraförin frá spunameisturunum. Það versta við slíkan spuna er að þrátt fyrir að hann veki athygli hefur hann engan annan kost. Með því að líkja þingmönnum VG eins og óferjandi kattahóp, var Jóhanna sannarlega að gera lítið úr VG, gera Steingrími Sigfússyni erfiðara með því að halda þinghópi VG saman til þess að vinna með þessari ríkisstjórn og síðan sannfærði þetta bull í Jóhönnu órólegu deildinni að aðal markmið Samfylkingarinnar í þessari ríkisstjórn sé að ganga milli bols og höfuðs á VG.

Forsætisráðherra í ríkisstjórn við þessar aðstæður verður að vera leiðtogi sem fær stjórn og stjórnarandstöðu, vinnuveitendur og verkalýðhreyfinguna til þess að snúa bökum saman og taka á þeim málum sem fyrir liggja. Þá tekur Jóhanna upp byssuna og skýtur í allar áttir. Fyrir Einari Karli virðist það skipta mestu að vekja athygli. Því að vond athygli, sé betri en engin. Ef það var ætlunin tókst dæmið, en virðingin fyrir Jóhönnu minkaði bara. Hún má nú ekki við mikið minna fylgi.


Að ráða

Leiðtoginn er skilgreindur sá sem notar lýðræðið til þess að ná hlutum fram. Hann virkjar fólk, oft með mismunandi reynslu, þekkingu og skoðanir og kemur síðan með lausnir sem hafa í sér meiri dýpt. Andstæða leiðtogans er einræðisherrann.

Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var talað um að nota lýðræðislegri vinnubrögð. Lítið hefur borið á þeim vinnubrögðum eftir kosningar. Hópur Vinstri grænna hefur sannarlega bryddað upp á nýjum vinnubrögðum. Það fer óskaplega í taugarnar Jóhönnu Sigurðardóttur og mörgu Samfylkingarfólki, en ekki bara þeim heldur mörgum í öðrum flokkum einnig. Við eigum langt í land í lýðræðisátt. 

Það þegar gamlir Samfylkingarskarfar, sem voru bara vanir að hlýða fari á límingunum, kemur ekki á óvart sjá:

http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/#entry-1036150

Aðrir vilja taka Jóhönnu á orðinu:

 http://www.youtube.com/watch?v=m_MaJDK3VNE&feature=player_embedded#

 

 


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband