Trúnaðarbrot?

Var ekki talað um að hafa allt upp á borðum. Mér skildist að aðeins þreifingar hafi átt sér stað síðustu vikuna. Nú segir Alester Darling:

 ,,Við lögðum fram nýtt tilboð í síðustu viku. Þeir sögðu að þeir yrðu að bíða þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna,"  síðan hvenær kom þetta tilboð, og hver vissi af því?

Ríkisstjórnin? Stjórnarandstaðan? Almenningur? Var svo ekki verið að tala um heilindi í samstarfi?


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt aðrar aðstæður nú!

Stuttu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði synjað að staðfesta lög um ríkisábyrgð á Icesavesamningunum, hófst mikill áróður í Baugsmiðlunum. Við fengjum hvergi lán. Lánshæfismat myndi hrynja. Kostaður við það að semja ekki yrði þjóðinni ofviða. Allar þjóðir áttu að snúast gegn okkur. Sjónvarpið hafði samband við ,,sérfræðinga" sína sem sögðu okkur að lang mestar líkur væri  að þjóðin myndi samþykkja þessi lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrsta skoðanakönnun benti til þess að áróður spunameistarana skilaði árangri. Til þess að ljá þessum áróðri virkt var lagt fyrir þjóðina að þetta yrði ekki spurning um Icesave heldur um líf ríkisstjórnarinnar. Þórunn var aðeins ein af þeim sem var með þennan málflutning.

Þegar líða tók að kosningum var öllum ljóst að þjóðin myndi kolfella þennan samning. Þá voru þau Jóhanna og Steingrímur kölluð á fund spunameistarana. Þau fóru í brosæfingar eins og Halldór Ásgrímsson var settur í fyrir löngu síðan. Útspilið var Jóhanna og Steingrímur áttu ekki að mæta til þess að kjósa. Einhverjir úr innsta kjarna vöruðu við þessu og sögðu að þetta virkaði nú ekki vel upp á verðandi lýðræðisumræðu. Spunaneistarnir tóku völdin. Þórunn hefur skoðanir á grundvallarmálum í janúar í mars gildir allt annað. Hún er umhverfissinni í janúar, en í mars er hún harðasti álverssinni á Íslandi.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband