Besti flokkurinn rústar Samfylkingunni!

Það kemur ekki á óvart að Besti flokkurinn taki mest frá Samfylkingunni í Borginni. Við hjá Grínflokknum töldum að helstu keppinautar okkar hér í Kópavoginum yrði Samfylkingin. Dagur er núverandi varaformaður Samfylkingarinnar. Með þessari niðurstöðu hlýtur hann að snúa sér alfarið að læknisstörfunum. Dagur heldur að þeim mun fleiri orð hann noti til þess að segja einfalda hluti, þeim mun betra. Þar hafur hann rangt fyrir sér. Dagur heldur að ef hann kemur fram með hlægilega stefnu, þá nái hann árangri. Aftur hefur hann rangt fyrir sér. Dagur leggur upp með það að Samfylkingin í Borginni, sé  allt annar flokkur en Samfylkingin á Alþingi og í ríkisstjórn. Það kaupa kjósendur ekki.

Í Kópavoginum er fíflaskapurinn í Samfylkingunni enn meiri en í Borginni. Frambjóðendurnir halda að þeir geti bullað, en jafnframt látið taka sig alvarlega. Næst besti flokkurinn ætti að bjóða Samfylkingunni að vera með deild í Næst besta flokknum. Það sem einna helst kemur í veg fyrir það er að Guðríður verður seint talin skemmtileg.


Bloggfærslur 17. maí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband