Hún kom frá Dresden

Sem nýgift kona settist hún að í Dresden ásamt eiginmanni. Fjarri fjölskyldu sinni og vinum. Þetta ver rétt eftir heimstyrjöldina síðari. Aðskilnaðurinn frá fjölskyldu hennar stóð yfir í 40 ár. Stjórnvöld hömruðu á félagshyggju, samráði, réttlæti og öryggi. Styðja þá sem minnst mega sín. Niðurstaðan eftir 40 ár að við vorum í raun öll öreigar. Allt var í niðurníðslu vegir, byggingar og mannlíf. Samhjálpin og félagshyggjan fólst í því að hver hugsaði um að komast af og stela af ríkinu ef möguleiki var á. Síðan fylgdumst við með hvort öðru og sum á launum.  Við vissum hvar við máttum tala og hvar ekki. Áróðurinn gegn vestrinu, gróðahyggjunni var gengdarlaus. Það voru mörg tannhjólin í vél kommúnistaflokksins sem unnu dag og nótt. Framfarirnar og úrbæturnar voru alltaf í vinnslu. Rétt að koma. Ein fimm ára áætlunin var ekki fyrr liðin og svikin, fyrr en ný glæsileg tók við. Flokksgæðingarnir hrópuðu húrra, húrra í hvert skipti, rétt eins og einhverjir þeirra gerðu í tíð Hitlers.

1989 urðum við frjáls. Margir áttu erfitt að fóta sig, en þetta er á réttri leið. Hugarfar kommúnismans er eins og askan úr Eyjafjallajökli, hún smýgur um allt. Ef við erum ekki vakandi fer hún í gangverk þjóðarvélarinnar og hjólin stöðvast. Þessi einstaka 86 ára  kona var að koma í sína 3 ferð til Íslands. Skilaboð hennar settum við í allt annað samhengi en hún ef til vill ætlaðist til.  


Bloggfærslur 9. júní 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband