Ráðgjöf Jóns Ásgeirs

Ég hef ítrekað gagnrýnt það harðlega hér á blogginu að einn af helstu útrásarvíkingunum Jón Ásgeir Jóhannesson skuli eiga meirihluta fjölmiðla landsins. Með þessu er hann að kaupa sér völd, til þess að hafa áhrif á umræðuna í landinu. Ef þetta væri Björgúlfur Thor sem væri  í þessari stöðu hefðu stjórnarflokkarnir löngu látið grípa inn í þá ráðstöfun. Þetta snýst ekkert um persónu Jóns Ásgeirs, þetta snýst um siðferði. Hver ráðgjöf Jóns Ásgeirs er skiptir litlu. Það má öllum vera ljóst að hann hefur beitt sér innan þessara fjölmiðla og beitt þeim í pólitískum og til að verja hagsmuni sína. Það ætti að vera í anda VG að láta endurskoða fjölmiðlalögin og koma á svipuðum áherslum og eru í nágrannaríkjum okkar. Slíkt stuðar e.t.v. Samfylkinguna. VG þarf að fara að ákveða hvort flokkurinn á að verða alvöru flokkur eða bara varta á Samfylkingunni.
mbl.is Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður fagnað í Þýskalandi?

Það verður hátíð í dag bæði í Úrúgvæ og Þýskalandi. Var í Þýskalandi á síðustu heimsmeistarakeppni og fyrir Þýskaland var það eins og upprisa. Í fyrsta skipti eftir heimstyrjöldina síðari fagnaði þýska þjóðin með því að nota þýska fánann óspart og gerði það með stolti.  Þýska liðinu gekk vel, en framkvæmd mótsins og framkoma þýsku þjóðarinnar sem gestgjafa var til algjörrar fyrirmyndar.

thyska_landsli_i_r.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Nú koma Þjóðverjar með sitt unga lið, og rétt fyrir mót, missa þeir Ballack sem átti að vera aðal reynsluboltinn í liðinu. Þeir hafa leikið afar vel og á tímum sýnt margt af því besta sem sýnt hefur verið á þessu móti. Þýska liðið er með mjög agaðan og vel skipulagðan varnarleik og í sókn eru þeir hreyfanlegir og láta boltann fljóta afar vel. Góður fótbolti byggist á að gera einfalda hluti, og gera einfalda hluti vel. Það er hins vegar einmitt það sem er einungis á færi afburða leikmanna. Í leiknum á móti Spáni var spennustigið of hátt og þeir náðu ekki takti, auk þess sem Spánverjar sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu mjög sanngjarnt. 

 

uruguay.jpg

 Úrúgvæ er litla landið í fótboltanum við hliðina á Braselíu og Argentínu. Þeir hafa staðið sig afburða vel á þessu móti. Spila þrælgóðan leik. Boltinn gengur mjög vel, leikmenn leika með hjartanu. Vandamálið er að sóknarleikurinn er fyrst og fremst spilaður ,,af fingrum fram" . Skipulag og spuni er líklegastur saman til árangurs. Varnarleikurinn mótast af því að sumum leikmönnum finnst ekki skemmtilegt í vörn, auk þess sem varnarleikurinn mætti vera agaðri. Diego Forlán er yfirburðarmaður í liðinu. Úrúgvæ eru  með eldri og þroskaðri leikmenn og það ætti að skila þeim talsverðum möguleikum.

 

 

 

Baráttan verður milli fulltrúa Suður Ameríku sem óvænt er  Úrúgvæ en ekki Brasilía eða Argentína. Leikmenn  Úrúgvæ gætu komið ,,saddir" í leikinn. Búnir að ná lengra en nokkurn óraði. Lið Þýskalands er hins vegar vonsvikið að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Urðu heimsmeistarar liða undir 21 árs og þekkja þá tilfinningu að vinna. Með sigri þeirra yrðu öll verðlaunaliðin frá Evrópu, og Þýskaland stimplað sig inn sem mjög líklegir sigurvegarar næstu heimsmeistarakeppni. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 10. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband