Innrásin frá Mars á Íslandi sumarið 2010

Orson Welles gerði allt vitlaust á sínum tíma með útvarpsþætti sínum um innrásina frá mars. Fjöldi manns þusti út á götur ofsahræddir,  en þetta var þá bara blekking.  Nú sumarið kom önnur innrás frá Mars, nú til Íslands. Strákur er sendur að höfuðstöðvum Magna í Svíþjóð og kemst að því að engin starfsemi er í skúffufyrirtækinu. Svandís Svavarsdóttir bregst harkalega við og ásakar Iðnaðarráðuneytið að hafa unnið að óheilindum. Fjölmiðlar taka þátt er Iðnaðarráðherra tekur til varna og segir. ,,Þetta lá alltaf fyrir" ,, Rannsókn, rannsókn" er kallað. Svo er allt búið leikstjórinn brosir í kampinn. Gott leikrit.

Í fjarska faðmar fjármálaráðherra nokkra spunameistara. Hann er með allt á hælunum. Hafði komið sér í þá stöðu að að fjölmiðlar færu að spyrjast út úr því hvort hann hafi gert alvarleg mistök við  yfirfærslu bankanna að gera ekki ráð fyrir ólögmæti gengistryggingu lána,þrátt fyrir mikla réttaróvissu. Að ríkissjóður væri  hugsanlega að fá á sig hundruð milljarða króna skell, hans vegna. Fjölmiðlamennirnir eru orðnir svo fáir og laskaðir, að þeir hafa hvorki getu né orku til þess að fara í málið. Sumri þeirra eru hræddir vegna falls 365 miðla. Missa þeir vinnuna? Fjármálaráðherra reynir að koma sér í skjól. 

Innrásin  frá Mars á Íslandi sumarið 2010, var líka blekking. Blekking til þess að Steingrímur Sigfússon klæmist í skjól.


Bloggfærslur 14. júlí 2010

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband